Eftirlifendum Grenfell-slyssins refsað

Þrátt fyrir fyrri loforð Theresu May um að nota ekki Grenfell-slysið sem afsökun fyrir því að kanna stöðu þeirra innflytjenda sem lifðu af, hefur nú verið staðfest að til þess að fá aðstoð verði þeir sem komust af að skrá sig hjá útlendingastofnuninni og lúta útlendingalögum. Það mun svo velta á aðstæðum hvað verður um þá en þeir geta átt von á brottvísun að 12 mánuðum liðnum. (Sjá hér.) Halda áfram að lesa

Valinkunnur

stuðmennDV hefur staðið sig vel í því að afhjúpa framkomu yfirvalda við útlendinga, einkum flóttamenn. Á föstudaginn birti DV svo fróðlega úttekt á þeim viðhorfum sem liggja lögum um útlendinga til grundvallar.

Eitt af því sem innflytjendur standa frammi fyrir eru undarleg skilyrði sem þarf að uppfylla til þess að fá ríkisborgararétt. Þennan pistil birti ég á Eyjunni í mars 2013 en ekkert hefur breyst í þessum málum síðan og því tilvalið að rifja hann upp. Halda áfram að lesa

Hvernig kemst ég inn í kerfið? – Gestapistill eftir Guðrúnu Ágústu Þórdísardóttur

Guðrún Ágústa Þórdísardóttir skrifar um Íslendinga í útlöndum og útlendinga á Íslandi

 

Ég hef verið að velta fyrir mér málefnum flóttamanna á Íslandi undanfarið, sérstaklega í ljósi nýjustu frétta um ungt par sem á að vísa úr landi og það í sitthvort landið.

Halda áfram að lesa

Til hvers að aðlagast menningunni?

Ég ólst upp á Íslandi, er kennd við föður minn og þekki Hallgrímskirkju og Geysi á myndum. Ég er ljós yfirlitum, hef prjónað lopapeysur og mér finnst saltkjöt gott. Tala íslensku betur en önnur mál. Það eru þessi atriði ásamt langfeðgatali og íslensku vegabréfi sem ég hef í huga þegar ég segist vera Íslendingur. Hvort ég hef nokkurntíma verið vel aðlögðuð íslensku samfélagi er hinsvegar umdeilanlegt og hvað merkir það í raun? Hvernig hegðar vel „aðlagaður“ Íslendingur sér? Hver er munurinn á þeim sem er almennt frekar  andfélagslegur og þeim sem er ekki Íslendingslegur í hátterni og hugsun? Halda áfram að lesa