Um hönnun og stuld

krummi1Lög um höfundarrétt eru úrelt. Þau eru ekki miðuð við nútímatækni og þau eru ekki miðuð við internetið. Netið gerir það reyndar að verkum að það er full þörf á því að samræma höfundarréttarlög um allan heim.

En lögin ættu ekki bara að þjóna þeim tilgangi að tryggja fólki rétt til heiðursins og tekna af eigin hugverkum, heldur ættu þau líka að vernda hinn almenna borgara gegn bulli á borð við það að handverkskennari sé að kenna börnum hönnunarþjófnað með því að láta þau styðjast við teikningar annarra.  Það er fráleit hugmynd að hönnuðurinn verði af tekjum þótt verk hans séu notuð í kennslu. Ég hef ekki tíma til að skrifa um þetta efni í dag svo þessi pistill sem ég birti 2011 verður að duga í bili.