Ekki vera aumingjar

Myndin er af Wikipediu og sýnir tyrkneska hermenn í „Ólívuviðaraðgerðinni“. Ólívuviðurinn er friðartákn.

Það versta er að vita ekki hvort ég á frekar að óska þess að sonur minn hafi komist af eða farist. Í fyrradag vonaði ég að hann væri ekki hjá Tyrkjum heldur hefði komist af og væri hjá Kúrdum. Líkurnar á því eru afskaplega litlar og ég segi ekki að ég hafi verið bjartsýn en möguleikinn var þó huggun. Eftir atburði gærdagsins er sá veiki möguleiki hreint ekki þægileg tilhugsun. Í gær féll fjöldi óbreyttra borgara í loftárásum Tyrkja og síðar gengu Jihadistar um göturnar og slátruðu fólki með sveðjum. Halda áfram að lesa

Fréttatilkynning frá aðstandendum Hauks Hilmarssonar

Eins og fram hefur komið í fréttum er talið að Haukur Hilmarsson hafi fallið í skot- og sprengjuárás Tyrkja á sjálfstjórnarsvæði Kúrda í Sýrlandi í febrúar. Talsmenn andspyrnuhreyfingarinnar sem Haukur vann með hafa staðfest fall hans en við höfum ekki fengið dánarvottorð og þeir geta ekki bent á neitt lík. Það er ekki líklegt en þó hugsanlegt að Haukur hafi lifað af og sé í höndum Tyrkja. Sú staðreynd að leitað var að Hauki á sjúkrahúsum bendir til þess að einhverjar efasemdir hljóti að hafa verið uppi um andlát hans, einhver taldi sig sjá hann falla en enginn hefur séð lík. Á meðan sú staða er uppi er málið rannsakað sem mannshvarf af hálfu lögreglu á Íslandi. Halda áfram að lesa

Það skyldi þó aldrei vera?

Í morgun röltu tveir óvopnaðir leppalúðar inn á Keflavíkurflugvöll.Þar skottuðust þeir dágóða stund í trausti þess að flugumferðarstjórar ynnu fyrir kauphækkuninni sem þeir fengu á dögunum. Aðgerðin tókst vonum framar. Þeir töfðu m.a.s. flugvél með Paul Ramses innanborðs í því að fara í loftið. Ekki lengi að vísu en vélin stoppaði.

Halda áfram að lesa

Rekinn!

Haukur er mikil félagsvera og þótt hann hafi strax tekið þá afstöðu að líta á dóminn sem launað frí til menntunar og ritstarfa í þágu Saving Iceland, og þótt hann hafi notið þeirra forréttinda að fá að valsa eftirlitslaust um borgina var hann samt feginn þegar honum var sagt að hann yrði fluttur á Skólavörðustíginn þann 13. ágúst. Halda áfram að lesa