Af hverju ættu kennarar að fá að græða á nemendum?

books-21849_640-688x451

Í síðasta pistli stakk ég upp á því að háskólakennarar veittu nemendum sínum, og öðrum eigendum Háskóla Íslands, rafrænan aðgang að því námsefni sem þeir útbúa, endurgjaldslaust. Ég hefði reyndar átt að taka fram að ég átti eingöngu við akademíska starfsmenn við ríkisháskóla, það eru auðvitað fleiri sem skrifa námsbækur. Halda áfram að lesa

Fram, fram, aldrei að víkja

Þegar stóra Vantrúarmálið gegn Bjarna Randver kom upp, langaði mig að skrifa um það. Samúð mín var með Vantrú. Það varð ekkert af því að ég skrifaði pistil um málið, enda voru Matthías Ásgeirsson og Harpa Hreinsdóttir greinilega einfær um að halda umræðunni um þetta eina mál gangandi og rúmlega það, ekki vikum saman heldur í margamarga mánuði og svo enn fleiri mánuði. Ég hafði engu við að bæta og efast um að þeir séu margir sem hafa úthald til að lesa öll samskipti Matta og Hörpu gaumgæfilega. Halda áfram að lesa

Hvað sagði Hulda Elsa?

Ég þoli ekki kjaftasögur. Þ.e.a.s. þegar um er að ræða sögur sem koma almenningi við, þá þoli ég ekki að fá það ekki á hreint hvort er einhver fótur fyrir þeim og hver hann er þá.

Nú gengur saga um að Hulda Elsa Björgvinsdóttir, hafi verið að tjá sig um nauðgunarákæru á hendur Agli Einarssyni og unnustu hans, í kennslu í HR.

Ég er sannarlega enginn aðdáandi ríkissaksóknara og tilbúin til að trúa öllu illu upp á það embætti en þetta er fjandinn hafi það of seigur biti til að hægt sé að kyngja honum hráum.  Vill einhver sem var í þessum tíma vessgú segja okkur hvaða smáfjöður varð að fimm hænum í þessu tilviki?