Meira um góða fólkið


Í síðasta pistli talaði ég um tengsl „góða fólksins“ við faríseisma. En það er fleira en siðavendni og pólitísk rétthugsun sem einkennir góða fólkið. Annað sterkt einkenni er forræðishyggja. Sú sannfæring að sauðheimskur almúginn kunni ekki fótum sínum forráð og því þurfi yfirvaldið að veita honum föðurlegt aðhald – eftir forskrift hinna réttlátu; þeirra sem vegna siðferðilegra yfirburða sinna vita  ekki bara muninn á réttu og röngu, heldur líka hvað hinum fávísu og ófullkomnu er fyrir bestu. Hægt væri að tína til margar sögulegar hliðstæður við góða fólkið en í dag ætla ég að tala um góðtemplarahreyfinguna. Halda áfram að lesa