Meira um góða fólkið


Í síðasta pistli talaði ég um tengsl „góða fólksins“ við faríseisma. En það er fleira en siðavendni og pólitísk rétthugsun sem einkennir góða fólkið. Annað sterkt einkenni er forræðishyggja. Sú sannfæring að sauðheimskur almúginn kunni ekki fótum sínum forráð og því þurfi yfirvaldið að veita honum föðurlegt aðhald – eftir forskrift hinna réttlátu; þeirra sem vegna siðferðilegra yfirburða sinna vita  ekki bara muninn á réttu og röngu, heldur líka hvað hinum fávísu og ófullkomnu er fyrir bestu. Hægt væri að tína til margar sögulegar hliðstæður við góða fólkið en í dag ætla ég að tala um góðtemplarahreyfinguna. Halda áfram að lesa

Af brennandi tittlingum og ÁTVR

Samfélag sem einkennist af klámvæðingu, eiturlyfjaneyslu og ofbeldi, þarf á siðvæðingu að halda. Og þar sem Íslendingar eru svo heppnir að eiga sér siðvæðingarfrömuði, er von til þess að þeim sé viðbjargandi. Ólíkustu aðilar hafa tekið að sér baráttu gegn klámi og öðrum dónaskap, þ.á.m. feministahreyfingin, Snorri í Betel og ÁTVR.

Það er út af fyrir sig ánægjulegt að fyrirtæki eins og ÁTVR skuli hefja siðvæðinguna hjá sjálfu sér og nú þegar hefur siðanefndin afstýrt tveimur stórslysum; annarsvegar því að klámsíderinn Tempt 9 yrði markaðssettur á Íslandi og nú nýverið var rauðvíni með nafni hljómsveitarinnar Motörhead hafnað. Halda áfram að lesa

Kynfræðsluruglið

Í gær svaraði ég Lindubloggi um hina brýnu þörf á kynfræðslu í foreldrahúsum, við litlar vinsældir. Stend þó á því fastar en fótunum að endalaust blaður um kynferðismál sé unglingnum í skársta falli gangslaust og oftar en ekki dulbúin tilraun foreldra og samfélags til að ráðskast með einkalíf unga fólksins.

Halda áfram að lesa