Vítisengill með áfallastreituröskun

e boomEinar „Boom“ Marteinsson krefst skaðabóta vegna ólögmæts gæsluvarðhalds. Það myndi ég líka gera í hans sporum. Maðurinn sat í fangelsi í fimm mánuði, þar af tvo í einangrun enda þótt ekkert hefði komið fram sem bendlaði hann við líkamsárás sem í fjölmiðlum var kölluð „vítisenglamálið“ (þótt þar hefði enginn vítisengill komið nærri.) Halda áfram að lesa

Vítisenglamálið sem reyndist ekki Vítisenglamál

Ísland er andverðleikasamfélag. Samfélag þar sem undirmálsfólk kemst auðveldlega í áhrifastöður. Þar sem þingmaður sem hefur misfarið með almannafé í starfi og hlotið fangelsisdóm fyrir er kosinn aftur á þing. Þar sem fólk hefur verið ráðið til háskólakennslu án þess að hafa einu sinni lokið meistaraprófi. Þar sem það telst blaðamennska að renna greinum úr erlendum þvaðurblöðum í gegnum google translate. Þessi upphafning vanhæfninnar kemur sér vel fyrir nokkra einstaklinga en bitnar almennt á fjöldanum. Einn stór kostur fylgir þó andverðleikasamfélagi; vanhæfni valdafólksins nær einnig til undirheima. Halda áfram að lesa

Sniðugur dómari Pétur

Þá er fallinn dómur í nímenningamálinu. Sniðugur dómari Pétur. Dæmir ekki nógu svívirðilega til að von sé til þess að almenningur verði bandbrjálaður en þó þannig að nímenningarnir séu sekir. Um eitthvað. Nánar tiltekið ‘brot gegn valdstjórninni.’ Dómskerfið er ólíkindatól og maður átti svosem allt eins von á því að þau yrðu fundin sek um valdaránstilraun svo það liggur við að maður segi bara hjúkket! þótt auðvitað hefði maður helst viljað að þessu yrði bara vísað frá. Halda áfram að lesa

Þessi voðalegu orð

Ef maður sem hefur beitt þig andlegu, líkamlegu, fjárhagslegu og kynferðislegu ofbeldi árum saman tekur upp á því að hanga öllum stundum fyrir utan heimili þitt, þarf margra mánaða ferli til að fá því framgengt að honum verði bannað að koma nálægt þér áður en hægt er að fá lögregluna til að fjarlægja hann. Dæmin sanna þó að mjög erfitt er að fá nálgunarbann með dómi því ferðafrelsi ofbeldismannsins er talið dýrmætara en öryggi þolandans.

Það þarf hinsvegar ekki meiri ógn en skilti með áletrun á borð við stríð er glæpur til þess að maður sem aldrei hefur verið orðaður við ofbeldi af nokkru tagi, sé fjarlægður af almennri gangstétt og handtekinn ef einhverjum hjá bandaríska sendiráðinu finnst áminningin óþægileg.

(Hér eru Myndir og umfjöllun Svipunnar )um aðgerðina sem Lárus var síðar dæmdur fyrir og mótmælin gegn ákærunni á hendur honum.

Niðurstaða dómsins yfir Lalla sjúkraliða er skýr, Lárus er sekur. Borgararnir eiga samkvæmt honum að hlýða lögreglu í einu og öllu, hvort sem skipunin á við einhver lagarök að styðjast eða er bara geðþóttaákvörðun. Samkvæmt dómnum er lögreglu þannig heimilit að reka hvern sem er, af hvaða opinbera svæði sem vera skal. Nú bíð ég spennt eftir dómi um að lögreglu sé heimilit að banna manni að ganga í bol með áletrun sem fer í taugarnar á einhverjum eða bera ögrandi skartgripi og hárgreiðslu.

Og hvernig kemst dómurinn að þessari niðurstöðu? Jú í dómnum segir:

Samkvæmt 2. mgr. 22. gr. laganna hvílir sú skylda á íslenskum stjórnvöldum að grípa til viðeigandi ráðstafana til að vernda sendiráð fyrir árásum og koma í veg fyrir röskun á friði eða skerðingu á virðingu þess.

Ekki hefur komið fram hvort Lárus var handtekinn vegna yfirvofandi árásar á sendiráðið, röskun á vinnufriði eða hvort áletrunin stríð er glæpur skerðir virðingu þess. Eitthvað af þessu hlýtur að vera grundvöllur handtökunnar, annars væri hún ólögleg. Allir sem hafa séð myndbandið frá atburðinum (það var birt í fréttum en ég finn það ekki) hljóta að viðurkenna að þarna var engin árás í uppsiglingu og engin röskun á friði heldur. Við hljótum því að túlka dóminn á þá leið að Lárus hafi verið handtekinn fyrir að vega að virðingu sendiráðsins.

bilde Stríð er glæpur

Stríð er glæpur! Hann sagði það! Hann sagði það ekki bara, hann skrifaði það líka! Hann sagði stríð er glæpur. Hvílík gífuryrði, hvílík móðgun. Hugsa sér að nokkur skuli vega þannig að virðingu stríðsherranna og það í nafni tjáningarfrelsis. Hversu langt getur einn maður leyft sér að ganga í því að vega að virðingu hinna göfugu manna sem stjórna baráttunni fyrir heimsyfirráðum Bandaríkjamanna? Stjórnarskrá Íslendinga hefur þetta að segja um tjáningarfrelsið:

Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.

Þessi skilgreining á tjáningarfrelsinu tryggir Lárusi, samkvæmt dómnum, ekki rétt til að veifa skilti á gangstétt. Semsagt; Lárus Páll hefur brotið gegn allsherjarreglu og öryggi ríkisins. Hann stefnir siðgæði þjóðarinnar væntanlega í hættu með því að innleiða þá hugmynd að stríð sé glæpur og vegur að mannorði helstu stríðsherra Bandaríkjanna með því að halda þessari skoðun fram á þessum helga stað. Þá má leiða líkur að því að hann spilli heilsu manna með tiltækinu, enda munu neikvæðar tilfinningar vera heilsuspillandi. Aukinheldur vegur hann að réttindum stjórnar Bandaríkjanna til að drepa þá sem drepa þarf og svipta þá frelsi sínu sem eru yfirvöldum til leiðinda. Það hlýtur því að teljast nauðsynlegt og samræmast lýðræðishefðum að taka þennan stórhættulega glæpamann úr umferð.

Stríð er glæpur.
Ó hve voðaleg orð

noface.jpgÞetta var einu sinni barn. Afghanskt barn. Nú vitum við að það er glæpsamlegt að vega að virðingu bandaríska sendiráðsins með því að kalla það sem kom fyrir þetta barn glæp.

Lárus Páll hefur nú tvívegis verið handtekinn á Laufásveginum að beiðni starfsmanna bandaríska sendiráðsins. Ekki vegna þess að hann hafi gert neitt ólöglegt. Ekki vegna þess að hann hafi ógnað nokkrum, tafið neinn eða truflað neinn með hávaða. Hann hefur verið handtekinn og í annað skiptið dæmdur sekur, einfaldlega fyrir að skrifa þessi voðalegu orð.

 

Réttarhöldum frestað

Á 46 ára starfsferli Ragnars Aðalsteinssonar, gerðist það í fyrsta sinn í dag, að aðalmeðferð máls var frestað eftir að hún hófst (eftir að hafa verið frestað tvívegis áður) vegna þess að eitt vitna ákæruvaldsins forfallaðist.Það nánast sauð á honum. Sagði að þessi afgreiðsla hefði kannski verið réttlætanleg í morðmáli.

Þetta var afskaplega umbloggunarverður dagur en þar sem málinu var frestað, þrátt fyrir afdráttarlaus mótmæli verjanda og þar sem vitnaleiðslum er ekki lokið verða fréttirnar að bíða birtingar.

Forgangsmálin

Sonur minn Byltingin var dæmdur til 18 daga fangavistar fyrir að trufla stóriðjufyrirtæki við þá iðju sína að eyðileggja jörðina. Þetta er algengur dómur fyrir ölvunarakstur enda mun dómskerfinu þykja það álíka alvarlegur glæpur að stofna lífi og limum vegfarenda í hættu og að minna stjórnvöld og stórfyrirtæki á að til er fólk sem ætlar ekki að horfa aðgerðarlaust upp á náttúruspjöll og mannréttindabrot í þágu áliðnaðarins.

Halda áfram að lesa

Dauð og ómerk

hammerEf orð einhvers eru fyrir rétti dæmd „dauð og ómerk“ jafngildir það þá ekki því að maðurinn hafi verið dæmdur rógberi?

Og ef maður hefur verið dæmdur ómerkur orða sinna, sumsé rógberi eða einhver sem ekki er mark á takandi, er þá við hæfi að sá hinn sami gegni æðsta valdaembætti þjóðarinnar? Ef við hæfi að dæmdur afbrotamaður, jafnvel þótt dómurinn hafi ekki séð ástæðu til að refsa fyrir brotið, heldur einungis að tilkynna þjóðinni að ekki sé að marka allt sem maðurinn segi, setjist í stól dómsmálaráðherra?

Væri þá ekki eins við hæfi að gera gjaldþrota mann fjármálaráðherra? Skipa framhaldsskólafallista í stól menntamálaráðherra?

Hvers vegna þurfa íslenskir ráðamenn svona sjaldan að axla ábyrgð á eigin afglöpum?

Hvers konar heimóttir erum við eiginlega að láta svona mikla spillingu viðgangast?