Kvenhyggja er ekki jafnréttisstefna

Screenshot from 2014-08-16 11:34:25
Umræða feminista um jafnréttismál og valdaátök kynjanna er full af mótsögnum. Yfirlýst markmið er að réttindi og tækifæri fólks skuli vera óháð kyni, enda sé enginn grundvallarmunur á kynjunum. En um leið og krafist er viðurkenningar á því að kynferði ráði engu um eðli okkar fyrir utan þá líkamlegu eiginleika sem öllum eru augljósir, er engu líkara en að feministar séu öðru fólki sannfærðari um getuleysi kvenna til að stjórna lífi sínu og taka ábyrgð á sjálfum sér.  Þetta feðraveldislega viðhorf skín allsstaðar í gegnum umræðuna.

Þegar upp er staðið hefur feminismi mest lítið með jafnrétti að gera. Í bókstaflegri þýðingu merkir orðið feminsmi „kvenhyggja“ og byggir á sömu hugmynd og önnur kynhyggja (eða sexismi); þeirri að kynin séu síður en svo eins; að annað kynið sé frá náttúrunnar hendi göfugra og rétthærra en hitt og að þannig eigi það að vera.

Karlar hafa varið stöðu sína með því að beita þeim völdum sem þeir þegar hafa; með líkamlegum yfirburðum og betra aðgengi að menntun og fjármagni. Þeir eru óðum að missa þá stöðu á Vesturlöndum, þar sem jafnrétti kynjanna er viðurkennt með lögum. En jafnrétti er kvenhyggjukonum ekki nóg, þær vilja ná þeirri stöðu sem karlar höfðu áður. Og það gera þær með því að krefjast forréttinda í krafti veikleika sinna; með því að verja öðru fremur réttinn til að vera ábyrgðarlaus.
knus

Og hvað er jafnréttisstefna þá?

Sú jafnréttisstefna sem ég aðhyllist felur í sér og viðurkenningu á því að þótt styrkleikar kvenna liggi að jafnaði á aðeins öðrum sviðum en styrkleikar karla, sé ekki rétt að meta fólk út frá kyni og því síður sé viðunandi að fólki sé mismunað á grundvelli kynferðis heldur eigi hver einstaklingur að fá að njóta sín og um leið að taka ábyrgð í samræmi við það. Kvenhyggjan snýst um að firra konur ábyrgð, veita þeim forréttindi og ráðast gegn mannréttindum karla.
Svar jafnréttissinnans við draumi konu um stjórnunarstöðu er; aflaðu þér þeirra verðleika sem til þarf og sæktu um. Jú það hallar á konur og við þurfum að takast á við fordóma en fyrsta skrefið er að reyna. Kvenhyggjusinninn álítur aftur að konur eigi ekki að þurfa að sækjast eftir áhrifum og völdum heldur skuli flokkar og fyrirtæki sjá til þess að kynjahlutföll séu jöfnuð með því að leita konur uppi ef fáar gefa kost á sér.
Jafnréttissinninn segir konu sem vill koma einhverju til skila á opinberum vettvangi að  hafa samband við fjölmiðla, nota netið eða boða til fundar, rétt eins og karlar gera. Það sé kannski erfitt vegna þess hve lág hlutfall kvenna Kvenhyggjusinninn lítur svo á að konur eigi ekki að þurfa að gera eitthvað sem vekur áhuga fjölmiðla eða bera sig eftir því að tjá sig, heldur eigi fjölmiðlamenn að búa til fréttir af konum þótt þær séu ekki að gera neitt sem á erindi við almenning og dekstra þær í viðtöl.
Svar jafnréttissinnans við kynferðisofbeldi er; ef þú kærir þig ekki um ástleitni einhvers, nýttu þá rétt þinn til að segja honum að láta þig í friði, ef hann neyðir þig þá er það glæpur. Að vísu er sönnunarfærsla í slíkum málum erfið en fyrsta skerfið er að segja nei. Svar kvenhyggjusinnans er hinsvegar; konan ber ekki ábyrgð á því að gefa það skýrt til kynna ef hún kærir sig ekki um kynlíf heldur á karlinn að taka ábyrgð á því að toga það upp úr henni hvað hún er raunverulega að hugsa. Annars er hann að nauðga henni, jafnvel þótt hún hvorki geri né segi neitt sem eðlilegt er að túlka sem áhugaleysi.

Hvaða lausn sjá knúzverjar fyrir sér?

Nýjasta dæmið um áherslu feminista á  passivisma kvenna er hér. Vandamálið er ekki það að konur taki pilluna án þess að vera fúsar til þess, heldur það vísindamenn kóa með hinum illu og eigingjörnu körlum sem kæra sig ekki um að éta lyf með óþægilegum aukaverkunum Konur treysta heldur ekki körlum til að taka pilluna en það er ekki að sjá að greinarhöfundur telji að konur þurfi að taka það viðhorf til endurskoðunar.

Konur treysta ekki körlum því þeim er ekki treystandi. Konur eiga ekki að þurfa að taka pilluna. Þær eiga heldur ekki að þurfa að afþakka pilluna sjálfar. Sjáið þið eitthvert vit í þessu?

Er lausnin sú að karlar heimsins sameinist um að éta lyf með aukaverkunum enda þótt konur þeirra treysti þeim til þess að bera ábyrgð á getnaðarvörum? Eða eru það ekki lausnir sem kvenhyggjan sækist eftir? Er þetta kannski bara gott tækifæri til að fróa sér á fórnarlambshlutverkinu?

 

Deildu færslunni

Share to Facebook