Borubleiking

Facebook-b2dca1

Af og til kemst ég að þeirri niðurstöðu að nefið á mér sé of stórt, brjóstin of lítil, lærin of þykk … Þessar niðurstöður eru ekki bara eitthvað rugl í hausnum á mér, þær eru fengnar með samanburðarrannsóknum. Ég horfi á fagrar konur og ég sé lítil, snotur nef, stór, hvelfd brjóst og grönn, slétt læri. Ég horfi, skoða, dreg ályktun; hlutföll mín önnur en hjá súpermódeli; ergó eitthvað er of.

Ég held að það sé einmitt þannig sem fólk kemst að þeirri niðurstöðu að það þurfi á lýtaaðgerðum að halda, það ber sig saman við aðra og yfirleitt ekki lúðann, eða kvenlúðann í næsta húsi. Mér finnst fegrunaraðgerðir ekkert eiga minni rétt á sér en annar óþarfi sem við flokkum sem lífsgæði. Að því gefnu auðvitað að fólk sé rækilega upplýst um áhættuna áður en það slær til en því miður veit ég þess dæmi að það hefur brugðist.

Hvað um það, bótox og brjóstfylling eru alveg inni á óskalistanum hjá mér ef ég skyldi slysast til að vinna hundrað millur í happdrætti sem ég spila ekki í. Samt, samt í guðsbænum og allra jólasveinanna, segið mér að þetta sé grín. Ég heyrði fyrst um þetta í kvöld frá konu sem er með allt sem er í boði í tískuheiminum á hreinu og samkvæmt bæði henni gúggli vini mínum þá mun eitthvað vera hæft í þessu.

Ég trúi því samt varla. Ekki af því að þetta sé út af fyrir sig neitt ruglaðra en silungavarir og brjóst sem líta út fyrir að vera skrúfuð á skrokkinn, heldur vegna þess að ég hef aldrei lent í aðstöðu, og sé ekki fyrir mér að ég gæti lent í aðstöðu, til að bera mig saman við nógu margar konur til að finna út að fríðleika boru minnar sé ábótavant.

analÉg meina, hvernig byrjar fólk að hafa áhyggjur af þessu? Kannski þegar allar vinkonurnar liggja af tilviljun brókarlausar á fjórum fótum og unga stúlkan tekur eftir því hvað þær hafa allar bleika og fína stjörnu og svo þegar hún sest á spegil sjálf, þá tekur hún eftir því hvað liturinn er ósmekklegur og vill fyrir alla muni laga það áður en hennar heittelskaði mundar vasaljósið og áttar sig á þessum fæðingargalla? Eða gerist þetta kannski þannig að einhver guðjóninn eða annamarían stundar blíðubrögð með félaga sem hefur orð á því að liturinn sé spes, fer í framhaldi að velta fyrir sér hvort sé ástæða til að taka mark á því og fær svo vini og vandamenn til að kíkja og gefa álit sitt?

Ég hef fengið ýmsar komplexaspurningar frá vinum mínum af báðum kynjum. Finnst þér tennurnar í mér of framstæðar? Er ég með rosalega síðan rass? Er vinurinn of lítill? Eru eyrun of stór? Enginn hefur þó ennþá beðið mig að kíkja aðeins uppí boruna á sér. Kannski eru allir vinir mínir svona miklir lúðar. Með niggarrauf og hvaðeina. Og ég sem hef ekki gert aðrar útlitskröfur til karlmanns þarna niðri en að hann sé almennilega skeindur. Ég ætti líklega að hækka standardinn.

 

Deildu færslunni

Share to Facebook

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *