14. Femínismi leggur kynhlutverk að jöfnu við kvennakúgun

14Feminismi gengur út frá því að nánast enginn eðlismunur sé á kynjunum. Feministar líta á kynhlutverk og kynbundin leikföng sem birtingarmynd kvennakúgunar og vilja helst uppræta allan kynjamun.

Feministar segjast berjast gegn því að fólk sé fjötrað í hlekki staðalmynda. Það er þarft verk. Allt bendir þó til þess að rétt eins og aðrir prímatar séu mannanna börn fædd með kynbundna eiginleika og hafi kynbundin áhugasvið. Auðvitað eigum við að stuðla að samfélagi þar sem fólk fær að njóta sín og þroska persónueinkenni sín óháð kyni. Samfélag þar sem fólk er ekki dæmt á grundvelli kynhneigðar og kyngerfis. Það er hinsvegar jafn vitlaust að reyna að ná því markmiði með því að afneita meðfæddum kynjamun eins og ætla að uppræta fordóma gagnvart samkynhneigðum með því að afneita því að gagnkynhneigð sé norm.

Andúðin á kynhlutverkum afhjúpar reyndar eina af mótsögnum feminismans. Aðalástæðan fyrir því að feministar verða vitlausir þegar fyrirtæki gerist svo lúðalegt að gefa út barnabók þar sem telpur vinna heimilisstörf er nefnilega sú að þeir líta niður á hefðbundin kvennastörf.

Deildu færslunni

Share to Facebook