Harpa Hreinsdóttir og eineltið

Ég gerði ákveðin mistök þegar ég birti síðustu færslu. Ég hefði átt að afmá persónukenni í skjáskotinu (og er búin að því núna). Það er nefnilega alveg rétt sem Harpa Hreinsdóttir bendir á í þessari grein, aðgerðir af þessu tagi geta kynt undir persónulegum ofsóknum. Það var vitanlega ekki hugmyndin hjá mér að ofsækja þennan mann, heldur að neita að hlýða skilmálum fb, þegar reglum er framfylgt reglnanna vegna. Ég fékk svo aukinheldur staðfest að maðurinn hefði beðið Hildi persónulega afsökunar, sem vitanlega skiptir miklu máli. Halda áfram að lesa

Verjum tjáningarfrelsi Hildar Lilliendahl

Það hefur ekki farið fram hjá þeim sem fylgjast með skrifum mínum að ég er afskaplega ósátt við margt í málflutningi feminista. Þeir sömu hafa heldur ekki komist hjá því að taka eftir því að ég hef mikla andúð á öllum hugmyndum um skerðingu tjáningarfrelsis. Til þess að takast á við hugmyndir sem maður álítur rangar, á maður að nýta sitt eigið málfrelsi til að benda á veikleika í málflutningi andmælenda sinna. Góð samfélagsumræða skapast því aðeins að sem flestar, ólíkar raddir fái að heyrast; án tjáningar- og upplýsingafrelsis er ekkert lýðræði. Halda áfram að lesa

Hið augljósa samhengi

Í hugum margra nútímamanna voru galdramál miðalda skýrt dæmi um grimmdarlega skoðanakúgun á grundvelli hjátrúar og ofstæki.  Frá seinni hluta 15. aldar og fram á 18. öld voru tugir þúsunda dæmdir til dauða og líflátnir vegna samskipta sinna við Djöfulinn. Konur voru í yfirgnæfandi meirihluta en einnig voru dæmi um karla og börn sem hlutu þessi örlög. Í fyrstu var galdrafólkið brennt lifandi en síðar voru teknar upp mannúðlegri aðferðir, svo sem henging eða eiturgjöf, að loknum pyntingum að sjálfsögðu, og líkin svo brennd. Ísland hefur að þessu leyti sérstöðu, 20 karlar voru brenndir fyrir galdur en aðeins ein kona. Halda áfram að lesa

Öfgar eru ekkert vandamál

Í gær átti ég samtal við mann sem finnst rosalega gott mál að svara „þessum öfgamönnum“ og á þá við grímulausa kynþáttahatara sem kalla sig þjóðernissinna.

Það sem ég hef við þetta fólk að athuga er ekki öfgastefna þess. Öfgar eru ekkert annað en það sem víkur frá norminu. Þar sem einhver breidd er í skoðunum hljóta öfgar alltaf að vera til. Halda áfram að lesa