Eins og hýenan rennur á blóðslóð

Rétt eins og hýenan rennur á blóðslóð, ráðast vinstri sósíalistar af hörku gegn öllum þeim sem andmæla hinni „réttu skoðun“.

Þannig kemst Brynjar Níelsson að orði í grein sinni „Nýjar vígstöðvar sósíalismans“  þegar hann lýsir  viðbrögðum umhverfissinna við þeirri skoðun forsætisráðherra að fjöldi umsagna frá náttúruverndarfólki ætti ekki að hafa áhrif á ákvarðanir um stórkostleg náttúruspjöll. Halda áfram að lesa

Afglapaskrá lögreglunnar 2. ársfjórðungur

Apríl
.
Apríl hófst með frétt um konu sem varð fyrir kynferðisglæp af hálfu lögreglumanns. Nógu helvíti erfitt er að koma lögum yfir nauðgara (og með þessum orðum er ég ekki að mæla með öfugri sönnunarbyrði) en ekki er auðveldara að koma lögum yfir löggur.  Þetta mál átti aldrei séns.

Halda áfram að lesa

Heimsókn til Friðriks

Árum saman hafa útsendarar Landsvirkjunar lagt landeigendur í nágrenni Þjórsár í einelti. Þeir hafa bankað upp á heima hjá þeim, í sumum tilvikum vikulega og herjað á þá að selja jarðir sem eru ekki til sölu. Þeir hafa farið í leyfisleysi inn á landareignir þeirra til að mæla þær út og setja niður hæla, enda þótt engir samningar eða vilyrði fyrir samningum liggi fyrir.

Halda áfram að lesa

Nú af hverju er þá bílstjórum snúið við?

Það er helbert rugl að þessi mótmæli hafi ekki valdið umferðartöfum. Lögreglan hefur þurft að snúa mörgum bílstjórum frá.

Sennilega á þessi frétt um engar tafir að breiða yfir ráðaleysi lögreglunnar sem er nú loksins að átta sig á því að það er bara mjög hæpið að lögreglan hafi rétt til að grípa inn í mótmælaaðgerðir af þessu tagi.

Hér á eftir fer skýring Saving Iceland á tiltækinu. Halda áfram að lesa

Held ég sé ástfangin…

… af Ragnari Aðalsteinssyni. Ég var að lesa yfir kröfu hans um leyfi til áfrýjunar dómnum í stóra vegatálmunarmálinu. Maðurinn er hvílíkur snillingur í því að koma fyrir sig orði að þessi lesning er á mörkum þess að vera ljóðræn. Ef hann væri bloggari myndi mig áreiðanlega langa að sofa hjá honum. Mig langar iðulega að sofa hjá góðum pennum, alveg þar til ég hitti þá í eigin persónu. Mín innri kynvera lifir í allt öðrum raunveruleika en ég sjálf. Sýndarveruleika netheima.

Skrýtið annars hvað það snertir djúpan streng í hjarta mínu að vita til þess að einhver verji mig. Þótt málið sé ómerkilegt og hafi ekki valdið mér umtalsverðum kvíða og jafnvel þótt hann fái borgað fyrir það, finnst mér samt eitthvað svo notalegt við það að einhver annar tali máli mínu. Kannski bara af því að það gerirst ekki oft. Venjulega er það ég sem stend í því að verja aðra.