Lifandi satíra

Þann 11. júlí sl. birti ruv.is viðtal við sænska leikarann Michael Nyqvist. Eftirfarandi ummæli hans vöktu athygli mína:

Það er eitthvað skrýtið, og smá viðbjóðslegt við Svíþjóð. Þú þarft alltaf að vera pólitískt kórréttur en á sama tíma mjög víðsýnn. Það leiðir af sér lifandi satíru sem er illþýðanleg.

Halda áfram að lesa

Þetta er nú dálítið vangefið

Kæra Freyja

Það er enginn að gera lítið úr fötluðum með því að benda á hið augljósa, að fötlun skerðir möguleika fólks á að vera sjálfbjarga.

Ég ber mikla virðingu fyrir þinni baráttu fyrir réttindum fatlaðra og finnst þú stórkostlegur karakter. En ég er fegin að vera ekki í þinni aðstöðu og ég mér finnst jákvætt þegar tekst að ráða við sjúkdóma sem með tímanum valda fötlun. Mér þætti líka jákvætt að vilja koma í veg fyrir að ríkisútvarpið lamist. Lamist í þeirri merkingu að geta ekki sinnt hlutverki sínu, alveg eins og lamaður líkami getur ekki sinnt þörfum manneskjunnar sem hann hýsir.

Þroskaheftir síamstvíburar eða tvíhöfða asni?

20010303-300x286Andri Snær Magnason hefur beðist afsökunar á því að nota orðin þroskaheftur síamtvíburi um væntanlega ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.  Afsökunarbeiðninni beinir hann ekki til stjórnar og félagsmanna umræddra flokka heldur til fatlaðra.  Móðgunin felst þó ekki í því að líkja fötluðum við þessi ógeðfelldu stjórnmálaöfl heldur í því að tala um fötlun sem eitthvað neikvætt.

Halda áfram að lesa

Hvað er pólitískur rétttrúnaður?

Í opinberri umræðu ber alltaf á einhverjum tískuhugtökum.Fyrir 10-12 árum komst varla nokkur maður í gegnum þriggja mínútna útvarpsviðtal án þess að koma orðinu „stærðargráða“ einhversstaðar að. Meira ber þó á hugtökum sem fela í sér gildisdóma, orðum sem verða nánast eins og töfraþula, svar við öllu og hentug leið til að loka umræðunni. Árið 2009 klæmdust netverjar á orðinu „meðvirkni“ þar til það missti nánast merkingu sína. Varla er hægt að kalla það tísku að tala um aðför og einelti gegn stjórnmálaflokkum; það fer nú sennilega að teljast sígilt. Halda áfram að lesa