Lögmundur og Langholtsskóli

215a4d49b3dd8e32a338b3e66e466f9b

Í Silfrinu í dag kveinaði innanríkisráðherra um að almenningur í landinu væri að beita hann „þöggun“ í Klámstofumálinu. Þeir sem leggjast gegn ritskoðun eru að hans sögn í „hagsmunagæslu fyrir klámiðnaðinn“. Lögmundur heldur væntanlega að þetta snúist um umhyggju okkar fyrir klámframleiðendum. Að sami hópur tæki því þegjandi ef ætti að banna efni sem sýnir óæskilegar stjórnmálaskoðanir eða niðurlægjandi húmor. Halda áfram að lesa

Ráðherrann á ruslahaugunum

Fyrir réttri viku átti ég óformlegan og óskipulagðan fund með Innanríkisráðherra. Staðsetning þessa fundar okkar var táknræn; ég hitti ráðherrann af tilviljun á einni af endurvinnslustöðvum Sorpu.

Þegar ég sá ráðherrann á ruslahaugunum rifjaðist upp fyrir mér pistill sem Haukur Már Helgason skrifaði um málefni flóttamanna fyrir rúmu ári nokkrum árum. Heiti pistilsins var „Að fara út með ruslið“ en þar sem Haukur Már er því miður búinn að eyða blogginu sínu er hann ekki lengur aðgengilegur þar. Halda áfram að lesa

Vegna Landsdómsmálsins

Kommon, hversu mikið ógeð sem maður hefur á Sjálfstæðisflokknum þá hefur pólitíkin nú varla farið fram hjá neinum. Og nú…

Posted by Eva Hauksdottir on 17. janúar 2012

Það er með ólíkindum að innanríksráðherra vilji að Alþingi skipti sér af dómsmálum en það er margt sjúkt og rangt við Landsdómsmálið engu að síður.

Ég er ósammála Ögmundi um að það hafi verið rangt að ákæra Geir. Hinsvegar er það alveg rétt hjá honum að þetta lyktar allt saman af pólitík og það er reginhneyksli að enginn úr Samfylkingunni þurfi að sæta ábyrgð. Stóra málið hér er svo aftur það að ákærandinn í málinu (Alþingi) breytir lögunum eftir að ákveðið hefur verið að gefa út ákæru. Ég hef takmarkaða samúð með Geir en ef þetta er í lagi, hver verður þá fyrir því næst? Við getum ekki rekið réttarkerfi sem virkar á þennan hátt fyrir skúrkana en allt annan hátt fyrir vini okkar.

Opið bréf til Ögmundar

Sæll Ögmundur

Nú eru liðnir 2 mánuðir frá því að við ræddum saman um mál Mouhameds Lo og enn hef ég ekki fengið vísbendingu um að neitt sé að gerast í því máli frá þinni hlið. Mouhamed er auðvitað löngu orðinn þreyttur á biðinni en nú eru fleiri en hann farnir að undrast hversu langan tíma það tekur ráðuneytið að leiðrétta mannréttindabrot. Halda áfram að lesa