Kampavínsklúbbarnir

Þetta er sennilega steiktasta þingræða sem flutt hefur verið síðan þessi ríkisstjórn tók við völdum. Kampavínsklúbbarnir brjóta ekki bara gegn réttindum kvennanna sem vinna þar (líklega réttindum til að vera þvingaðar til fátæktar) heldur brjóta þeir líka gegn réttindum Bjarkar, af því að klámiðnaðurinn markaðssetur útlit og Björk er (heldur hún) of feit til að leika í klámmynd. Halda áfram að lesa

Afmælisvísur handa andmenningarsinna

Kristinn Theodórsson hélt úti bloggi undir heitinu Andmenning þar sem hann skrifaði um trúmál og fleira. Hann tók svo upp á því að gagnrýna málflutning femínista og fékk Knúzverja og þó einkum og sér í lagi Hildi Lilliendahl upp á móti sér. Ég skrifaði þessar vísur á afmælisdaginn hans.

Halda áfram að lesa

1%

Á vinnustöðum Reykjavíkurborgar (þar sem 80% starfsmanna eru konur) er klámvæðingin og kynferðisleg áreitni svo stórt vandamál að borgin sá ástæðu til að gefa út sérstakan bækling um málið. Nýleg könnun sýnir hinsvegar að á Landspítalanum verður um ein af hverjum hundrað konum fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað. Fleiri segjast þó verða fyrir áreitni af hálfu sjúklinga (sem eru margir hverjir geðsjúklingar og gamalmenni.) Halda áfram að lesa