Ljóð handa góðærishórum

Aldrei hef ég orðið meir en aumra manna
lestarstöð í lífi hinna
lítilþægu vina minna.

Stundarkorn þeir staldra við en stökkva á fætur
sjái þeir koma svín sem getur
smjaðrað meir og logið betur.

Feitan gölt ef finnur þú á flæðiskeri
gefirðu honum líf og læri
leggurðu um eigin háls þinn snæri.