Heyrirðu hrísla

Heyrirðu hrísla
kynjalækinn hvísla
djúpir hyljir drekkja
þeim sem illa hann þekkja

en ef hann aðra okkar
að sér laðar lokkar
stiklum við á steinum
systir mín í meinum

og þegar fjárans fljótið
flæðir yfir grjótið
brúar þín blíða
ávallt strauminn stríða.