Loksins, loksins!

Ég hef gagnrýnt feminista harðlega á síðustu árum. Ég hef gagnrýnt hugmyndafræðina en rauði þráðurinn í henni er sú skoðun, að skýra megi nánast öll vandamál samfélagsins í ljósi þess að karlar sem hópur vilji kúga konur. Ég hef líka gagnrýnt baráttuaðferðirnar sem einkennast annarsvegar af gölluðum rannsóknaraðferðum og rangtúlkun gagna og hinsvegar af ofstækisfullum árásum á þá sem ekki eru sammála feministum. Halda áfram að lesa

Ekkert bloggnæmt

Ég lifi lítt bloggverðu lífi. Veit ekki alveg hvort það er gott eða vont.

Norna, tæpra 4 mánaða kettlingur, (sem fékk nafn sitt af því systur minni fannst hún lík mer, svona ofvirk og alltaf með klærnar úti) er flutt inn en Bjartur er fluttur í Sumarhús með lífsblómið. Mér skilst að nokkrir lesendur hafi beðið með öndina í hálsinum eftir að lesa um átakþrungið ástarsamband okkar, en satt að segja hefur enginn karlmaður sýnt mér minni áhuga, nema þá helst þessir sem ég hef búið með, svo aumt getur ástandið orðið. Halda áfram að lesa

Nixen

Framundan er 40 mínútna ganga í sólinni og engin sjoppa á leiðinni svo það er ekki inni í myndinni að yfirgefa þorpið án þess að koma við hjá kaupmanninum og pikka upp einn grænan. Leiðin er falleg en þessa stundina er ekki hægt að segja það sama um mig. Það kemur svosem ekki að verulegri sök því vegurinn er fáfarinn og ég þekki hvort sem er engan hér en djöfull skal ég vera snögg að fara í hlírakjól þegar ég kem heim. Það hæfir ekki svona sólbökuðum öxlum að vera faldar undir vinnusloppnum af elliheimilinu. Halda áfram að lesa

Víst!

-Ég man nú ekki almennilega eftir þessu. Hvenær mun þetta hafa verið?
-Manstu þetta virkilega ekki? Þetta var kvöldið sem þú svafst hjá Friðriki Atla.

Ég fann mig missa kjálkann niður á bringu.
-Er ekki í lagi með þig? Ég hef aldrei sofið hjá Friðriki Atla.
-Víst!
Halda áfram að lesa

Fress

-Jæja. Ertu búin að fagna endurheimt kynhvatar þinnar? spurði Grái Kötturinn.
-Það er aldeilis að þú kemur þér að efninu, hnussaði ég.
-Mjaaat, Ég kunni ekki við að tvístíga í kringum grautarpottinn og mér finnst mér koma þetta við.
-Jæja, og hvernig rökstyður þú það? Halda áfram að lesa

Dansur

Ingólfstorg á sunnudegi. Fólk að dansa. Mér líður eins og Færeyingi. Hvað er ég eiginlega að gera hér? Af hverju er ég ekki hjá Garðyrkjumanninum? Að vísu fékk ég háklassa handsnyrtingu í gær en ég næ sambandi við mold og hann myndi útvega mér latexhanska og blístra ‘Liljan fríð’ á meðan hann mokaði skít upp í hjólbörur, eða hvað það nú annars er sem garðyrkjumenn gera. Halda áfram að lesa