Tilraun til þöggunar

Andartak hélt ég að ég hefði rekist á viðræðuhæfan femínista. Kvenréttindakonu sem í stað þess að ausa skít yfir Jón Steinar Gunnlaugsson, vildi fara þá leið að skoða rök hans og dæma hann út frá þeim. En mér skjátlaðist. Enda þótt viðkomandi femínisti stillti sig um að nota ónefni og óska honum dauða, reyndist markmið hennar eitthvert allt annað en að skoða gögnin. Halda áfram að lesa

Má löggan stjórna heilbrigðisstarfsfólki?

Allt of oft hegða yfirmenn stofnana sér eins og upplýsingar sem varða almenning séu einkaeign stofnunarinnar eða að upplýsingagjöf sé háð geðþótta yfirmanna. Nýlegt dæmi um þetta er sú undarlega ákvörðun Páleyjar Borgþórsdóttur, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, að gefa fjölmiðlum engar upplýsingar um það hvort kynferðisbrot á Þjóðhátíð hafi verið tilkynnt.

Halda áfram að lesa

Ófrægingartips


line-up-688x451
Annað veifið hugsa ég sem svo að nú sé ég búin að segja allt sem segja þurfi um kvenhyggjusinna og þeirra kjánagang. Brjósthnappabyltingin og #túrvæðingin eru ekki svo merkileg uppátæki að ég hafi fundið hjá mér neina hvöt til að ræða þau. Ekki fyrr en byltingafárið fór út í hegðun sem er beinlínis skaðleg og enn á ég eitthvað ósagt. Halda áfram að lesa