Aðgerðaröðin í Kúst og fæjó

Þetta með kúst og fæjó – textahöfundur virðist ekki hafa mikið verksvit. Maður sópar vitanlega áður en maður setur tertuna á borðið. Það er ekki gaman að vera með kústinn á fullu þegar gestirnir koma en það er allt í lagi að setja veitingarnar á borðið þegar allir eru komnir og reyndar setur maður ekki aðrar veitingar á borðið en drykki og hugsanlega einhvern lystauka áður en gestirnir koma nema maður sé með stórveislu. Svo er maður ekki að þrífa þegar er korter í gestina og maður á enn eftir að marinera öndina. Og ætlar hún að hafa tertuna á undan öndinni eða á tertan að standa á borðinu og draga í sig lyktina af kjöti og sósu?

Þetta er grátlegt dæmi um skipulagsleysi og ég yrði ekki hissa þótt kæmi á daginn að hún hefði klætt sig í sparigallann áður en hún þreif og komið til dyra stífmáluð og ilmandi með fægiskúffuna í annarri hendi og úlnda tusku í hinni.

Aðgerðaröðin í þessum saumaklúbbsundirbúningi hefði vitanlega átt að vera þessi: Halda áfram að lesa

Ílát

Ég tala um há ílát með loki sem bauka, sérstaklega ef þau eru úr málmi. Baukur sem er hlutfallslega mjög hár er staukur, einkum ef gert er ráð fyrir að maður noti hann til að strá eða hella innihaldinu úr. Málmílát sem ekki er hægt að loka aftur og lægri bauka kalla ég dósir og þau sem eru meiri á vídd en hæð heita box. Það er líka hægt að tala um platbox og pappabox en ef það er ekki tilgreint nánar er box úr málmi. Stór málmílát heita dunkar. Halda áfram að lesa

Íslenskir ostar eru skyldari tyggjói en osti

Ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en ég flutti til útlanda hvers konar drasl íslenskir brauðostar eru.  Ostur er reyndar rangnefni, þeir eiga meira skylt við gúmmí. Og nei, ég er ekki að tala um gerviost sem er seldur sem pizzuálegg heldur þetta rusl sem er kallað brauðostur, góðostur, skólaostur gauda o.s.frv. Halda áfram að lesa