Skilaboð mín til Erlings Freys Guðmundssonar

Fúskið á íslenskum fjölmiðlum er löngu hætt að koma mér á óvart svo þótt mér þyki miður að fjölmiðlaveldi 365 segi upp hæfu fólki, get ég ekki sagt að ég sé beinlínis hissa á því.  Ég er hinsvegar furðu lostin yfir því að nokkrum skuli detta í hug að standa að uppsögn á þann hátt sem lýst er í fyrrnefndum pistli Láru Hönnu.

Halda áfram að lesa

Humar með hvítvíninu

Ég er hjartanlega sammála því að áfengi ætti að fást í matvörubúðum.  Það er hinsvegar lúxusvandamál að þurfa að skipuleggja innkaupin sín og það segir kannski dálítið um veruleikatengingu elítunnar í Sjálfstæðisflokknum að áfengissala í matvöruverslunum skuli vera það afrek sem formaður Heimdallar óskar sér að sjá flokkinn vinna á komandi kjörtímabili.

Halda áfram að lesa

Þroskaheftir síamstvíburar eða tvíhöfða asni?

20010303-300x286Andri Snær Magnason hefur beðist afsökunar á því að nota orðin þroskaheftur síamtvíburi um væntanlega ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.  Afsökunarbeiðninni beinir hann ekki til stjórnar og félagsmanna umræddra flokka heldur til fatlaðra.  Móðgunin felst þó ekki í því að líkja fötluðum við þessi ógeðfelldu stjórnmálaöfl heldur í því að tala um fötlun sem eitthvað neikvætt.

Halda áfram að lesa

Harpa Hreinsdóttir og eineltið

Ég gerði ákveðin mistök þegar ég birti síðustu færslu. Ég hefði átt að afmá persónukenni í skjáskotinu (og er búin að því núna). Það er nefnilega alveg rétt sem Harpa Hreinsdóttir bendir á í þessari grein, aðgerðir af þessu tagi geta kynt undir persónulegum ofsóknum. Það var vitanlega ekki hugmyndin hjá mér að ofsækja þennan mann, heldur að neita að hlýða skilmálum fb, þegar reglum er framfylgt reglnanna vegna. Ég fékk svo aukinheldur staðfest að maðurinn hefði beðið Hildi persónulega afsökunar, sem vitanlega skiptir miklu máli. Halda áfram að lesa

Beiðni til Brandarakastljóss

Í Kastljósinu, virtasta fréttaskýringaþætti íslenskra fjölmiðla, er pláss fyrir framhaldsskólahúmor. Það væri nú alveg ágætt ef fréttaþurrð væri ástæðan fyrir því að brandarastrákar fá að vera með. En er virkilega svo mikil gúrkutíð þessa dagana að fréttamönnum Kastljóssins detti bara ekkert merkilegra í hug? Ef svo er, þá er ég með ábendingu: Huang Nubo. Eða var það Nubo Huang? Halda áfram að lesa

Fram, fram, aldrei að víkja

Þegar stóra Vantrúarmálið gegn Bjarna Randver kom upp, langaði mig að skrifa um það. Samúð mín var með Vantrú. Það varð ekkert af því að ég skrifaði pistil um málið, enda voru Matthías Ásgeirsson og Harpa Hreinsdóttir greinilega einfær um að halda umræðunni um þetta eina mál gangandi og rúmlega það, ekki vikum saman heldur í margamarga mánuði og svo enn fleiri mánuði. Ég hafði engu við að bæta og efast um að þeir séu margir sem hafa úthald til að lesa öll samskipti Matta og Hörpu gaumgæfilega. Halda áfram að lesa

Lára Hanna og vefvarpið

Lára Hanna Einarsdóttir er einn af bestu fréttamönnum Íslands. Ég hef reyndar ekki séð nein skrif frá henni um klæðleysi fræga fólksins eða annað það sem nær efstu sætum vinsældalistanna í andverðleikasamfélagi íslenskra fjölmiða en ólíkt meirihluta fréttamanna vinnur hún almennilega heimildavinnu. Hún kafar oftast miklu dýpra í málin en flest fjölmiðlafólk og er ötul við að grafa upp gamla atburði og setja þá í samhengi við ný mál. Fáir hafa verið jafn iðnir við að nota þá aðferð til að varpa ljósi á heildarmyndina. Halda áfram að lesa