Já en Tyrkir segjast alveg fara að alþjóðalögum

Við vorum að fá bréf frá Utanríkisráðuneytinu. Þau benda á að Tyrkir hafi ítrekað sagst fara að alþjóðalögum á átakasvæðum. Reyndar eru margir því ósammála, t.d. Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, ýmis mannréttindasamtök og Mannréttindadómstóll Evrópu, auk Alþjóðlega stríðsglæpadómstólsins í París.

En það er nú gott að heyra að Tyrkir fari að alþjóðalögum. Það merkir þá að þeir hafa hirt lík og líkamsleifar þeirra létust í Afrín, komið þeim sem þekkjast í hendur aðstandenda en öðrum í líkhús. Hugsanlega hafa þeir neyðst til að grafa einhverja en þeir hafa þá skráð allar upplýsingar sem mögulegt er og eru með staðsetningu grafanna á hreinu.

Þetta eru góðar fréttir. Þessvegna finnst mér stórfurðulegt að í bréfinu skuli ekki að finna neinar skýringar á því hvaða svör hafi fengist við spurningunni um það hvar líkin séu niðurkomin. Samkvæmt alþjóðalögum ber Tyrkjum að svara því og þeir fara jú að lögum. En líklega hafa þeir bara ekkert verið spurðir.

Setjum sem svo að Íslendingur færist í slysi, átökum eða náttúruhamförum í Svíþjóð en að þar væri hvorki íslenskt sendiráð né ræðismaður. Ég reikna með að íslensk stjórnvöld trúi því að Svíar fari almennt að alþjóðalögum. Myndu íslensk stjórnvöld ekki bara spyrja hreint út hvað varð um líkin? Myndu þau virkilega þurfa að fara einhverjar leynilegar krókaleiðir að því að afla upplýsinga? Ég held ekki.

Ég mæli svo með þessari grein Ögmundar Jónassonar

 

Eins og við séum að tala um sorphirðu

Benjamin Julian tók myndina

Þrír mánuðir. Þrettán vikur. Síðustu 92 morgna hef ég vaknað við drauma um leitina að Hauki. Mig dreymir engin samskipti við hann lengur, enga tölvupósta frá honum, heldur árangurslaus samtöl við yfirvöld, sundurtætta búka, leitarflokk í sprengjugíg,  fréttir af líkfundi, tölvupóst frá Rauða krossinum, hræætur að éta lík, nýjar yfirlýsingar frá þessari sem heldur því fram að yfirvaldið sé að gera allt sem mögulegt er til að afla upplýsinga en hundsar ábendingar um að líklegast sé að líkið liggi enn á víðavangi. Ef hann er þá látinn … Halda áfram að lesa

Annað lík svívirt

Ahmad M. Hanan

Ekki hefur myndskeiðið af limlestingunum á líki Barin Kobani haft þau áhrif að yfirvaldinu finnist ástæða til að spyrja Tyrki hvað þeir hafi gert við líkamsleifar sonar míns. Í dag rakst ég á annað dæmi frá febrúar um meðferð FSA í Afrín á líkum andstæðinga hersveita Tyrkja. Hér er það lík karlmanns úr röðum YPG, Ahmads M. Hanan, sem er svívirt. Hann var Yazidi maður. Sameinuðu þjóðirnar flokka ofsóknir Islamska ríkisins gagnvart Yazidi fólkinu sem þjóðarmorð. Halda áfram að lesa

Alþjóðadómstóll telur Erdoğan ábyrgan fyrir stríðsglæpum


Í gær komst alþjóðadómstóll í málefnum Tyrkja og Kúrda að þeirri niðurstöðu að Erdoğan, þjóhöfðingi Tyrkja, bæri beina ábyrgð á stríðsglæpum tyrkneska ríkisins gagnvart Kúrdum á undangengum árum. Dómurinn mælir meðal annars með því „neyðarástandi“ verði aflétt en í skjóli þess hafa Tyrkir áskilið sér rétt til að sniðganga ýmis ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu. Réttarríkið verði endurreist í Tyrklandi, blaðamönnum og fræðimönnum sleppt úr haldi og fjölmiðlafrelsi endurvakið. Ennfremur að Tyrkir kalli herdeildir sínar frá Afrín og að stríðsglæpir verði rannsakaðir í Tyrklandi og sekum refsað fyrir stríðsglæpi. Halda áfram að lesa

An open letter to the governments of the UK and Iceland

An open letter to the governments of the UK and Iceland from the parents of Anna Campbell and Haukur Hilmarsson. They were announced killed in military conflict in Afrin, Syria earlier this year.

We don’t know the exact number of Kurds killed in Afrin since Turkish forces launched the Operation Olive Branch last January, but evidently, the toll is high. Thousands of Kurdish fighters are dead or wounded. Hundreds of civilians have been killed or wounded and thousands displaced. Halda áfram að lesa