—  og smýgur

Mjásupjása mjúkum þófum aftur,
smogin undir augnlokin
og sveiflar rófu
ó Guð, þinn náðarkraftur
veri vörn heilakvörn.

Undarlegt hve árans fjárans kvikindið fer hljótt.
Eins og ljósið langt og mjótt
hún smýgur
undir skeljarinnvolsið
og mígur
utan í heiladingulinn
arma harmavingulinn, minn, minn.
Sama, gamla, valda, kvalda staðinn til að merkja
svo mig verki.

Og bogalogaægiflogaaugun toga lengi
í sprengiþanda tengistrengi
drengs sem aldrei fengist til að hengja
sínar eigin skæðu mæðulæðuslæður
út á þvottasnúru.

Ljóðasíminn

Ég hef velt talsvert fyrir mér hugmyndinni um gagnvirkar bókmenntir, þ.e.a.s. bókmenntir sem gefa lesandanum færi á að hafa áhrif á útkomuna. Einn möguleikinn væri ljóðasími sem byði upp á valkosti um nokkrar ólíkar útgáfur af sama ljóðinu. Maður hringir í tiltekið númer og nær sambandi við símsvara: Halda áfram að lesa

Köttur

Hugur minn mjúkþófa köttur
þræðir orðleysið í augum þér
og þó.

“Þögnin er eins og þaninn strengur”.
Leikur vængjað barns
að örvum eldbogans.

Án orða

Hæglát læðist hugsun mín
hljóð sem kattarþófi
og engu leyna augu þín;
orð eru best í hófi.

Okkar litla leyndarmál
líkist spenntum boga.
Undir niðri eins og bál
ástríðurnar loga.