1%

Á vinnustöðum Reykjavíkurborgar (þar sem 80% starfsmanna eru konur) er klámvæðingin og kynferðisleg áreitni svo stórt vandamál að borgin sá ástæðu til að gefa út sérstakan bækling um málið. Nýleg könnun sýnir hinsvegar að á Landspítalanum verður um ein af hverjum hundrað konum fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað. Fleiri segjast þó verða fyrir áreitni af hálfu sjúklinga (sem eru margir hverjir geðsjúklingar og gamalmenni.) Halda áfram að lesa

Ljóð handa góðærishórum

Aldrei hef ég orðið meir en aumra manna
lestarstöð í lífi hinna
lítilþægu vina minna.

Stundarkorn þeir staldra við en stökkva á fætur
sjái þeir koma svín sem getur
smjaðrað meir og logið betur.

Feitan gölt ef finnur þú á flæðiskeri
gefirðu honum líf og læri
leggurðu um eigin háls þinn snæri.