Stundum held ég að ég sé orðin svo sjóuð í því að takast á við ákveðin tilfinningaferli að ég geti hlaupið yfir viðkomustöðvar. Mér fer fram, vissulega. Í dag staldra ég t.d. við afneitun í tvo eða þrjá tíma og kyngi svo, í stað þess að taka marga mánuði í að velta mér upp úr efum sömtum og jáenum eins og fyrir 10 árum.
Ég hélt núna að ég gæti hreinlega sleppt reiðinni úr ferlinu, enda hefur maður andskotann ekkert gagn af henni. Ég hef reyndar ekki fundið fyrir þessu hamsleysi sem yfirleitt gagntekur mig ef ég reiðist. Mig langar ekkert að mölva leirtauið eða æða af stað með keðjusög, vil bara að þetta sé búið svo ég geti snúið mér að næsta kafla. En líkamlegu viðbrögðin eru alveg þau sömu fyrir það.
Ef þið þekkið amfetamínfíkil í efnisleit, látið hann þá vita að hann geti fengið blóðslurk úr mér á skitinn 5000 kall. Ég garantera að það virkar ekki verr en ólöglega dópið.