Stefnum hærra

Manninum ku víst vera eiginlegt að setja sér markmið. T.d. að ljúka doktorsprófi eða verða Ólympíumeistari. Ég hef líka markmið. Ég ætla að vera algjörlega laus við appelsínuhúð (fallegt orð yfir mörkögglaáferð) á afmælinu mínu. Allt útlit er fyrir að ég nái því löngu áður.

Kannski ætti ég að setja mér aukamarkmið svo ég koðni nú ekki niður í vesældóm og hégómaleysi. Ég gæti t.d. sett mér það markmið að hengja upp úr þvottavélinni áður en þvotturinn fer að mygla.

 

One thought on “Stefnum hærra

  1. ———————–

    m.a.s. þvengmjóar fyrirsætur eru sumar með appelsínuhúð, þótt allt slíkt sé fótósjoppað af ljósmyndum.

    hvernig ætlar þú, svona grönn og fín kona, að losna við appelsínuhúð? er ekki bara alltílæ að hafa hana? hyggst þú beita göldrum?

    Posted by: baun | 6.03.2007 | 11:17:20

    ———————–

    Ég er búin að finna lausnina. Mun segja leyndarmálið þeim sem kynnir mig fyrir framtíðarmaka mínum.

    Ef ég er þá ekki búin að finna hann sjálf.

    Posted by: Eva | 6.03.2007 | 11:39:50

    ———————–

    og verður þá leyndarmálið geymt til eilífðarnóns?

    Posted by: hildigunnur | 6.03.2007 | 12:51:16

    ———————–

    Neinei, ég er nú ekki gift enn og á sæg ógiptra vinkvenna sem gætu vel þegið að komast í kynni við þokkalegt eintak af hærðara kyninu. Full ástæða til að halda mér upplýstri um huggulega piparsveina.

    Posted by: Eva | 6.03.2007 | 20:42:18

Lokað er á athugasemdir.