Þegar ég las Flugdrekahlauparann, fann ég mér til undurnar ekki til neinnar samúðar með aðalpersónunum. Mér fannst drengirnir báðir aumingjar, hvor á sinn hátt. Það olli mér nokkru hugarangri því bókin er vissulega góð og mér fannst eins og ég ætti að skilja þá eða allavega finna til með með þeim.
Í gær sá ég myndina og hún hafði þessi áhrif á mig sem bókin náði ekki. Kannski hefði ég þurft að lesa bókina tvisvar. Kannski talar myndin bara sterkar til mín. Eða helgaðist þessi neikvæða afstaða mín til Amirs og Hassans, kannski af hugarástandi mínu á þeim tíma sem ég las bókina?
Mannskepnan er í eðli sínu lítilmótleg. Ég á misjafnlega auðvelt með að umbera þá staðreynd og ég veit ekki alveg hvort það er gott eða slæmt. Í dag er mér nokkurnveginn sama en ég held að það sé bara af því að ég er of þreytt til að hugsa mikið um það.