Dilemma

Horfi á þig, alla leið inn í mjúku, brúnu augun þín. Veit að þú ert að gera mistök. Veit að þú ofmetur færni þína. Veit að þú hefur ekki efni á að læra af reynslunni í þetta sinn.

Ég gæti boðið þér aðstoð mína. En ég veit að það myndi særa stolt þitt.

Þykir mér nógu vænt um þig til að særa þig?