Myndvinnsla eða ekki?

Lentum seinni partinn í gær og fórum í kaffi til pabba og Rögnu. Ég átti ekki von á því að Ingó yrði fyr og flamme strax sama kvöld en hann vildi ólmur ráðast í myndatöku.

Þessi mynd er unnin í myndvinnsluforriti en flestar myndanna verða mjög lítið unnar. Hér þjónar myndvinnslan tilgangi og ég er þrælánægð með útkomuna.


Hér er ein óunnin úr sömu töku. Mér finnst hún falleg líka.