Þið eruð bara rugluð

Vefsíðan mín (nornabudin.is) er samkvæmt minni reynslu í lamasessi þessa dagana. Ég get ekki sett inn færslur, athugasemdakerfið er búið að vera óvirkt í nokkra daga og sömuleiðis hafa nokkrir kvartað um að sé erfitt að komast inn á Launkofann. Vodafone segir að ástæðan fyrir þessu veseni er sú að það er verið að flytja síðuna á milli léna. Allt í lagi með það svosem, þetta eru rök sem ég skil og er fullkomlega sátt við en mér finnst dálítið athyglisvert að annarsvegar er mér sagt að vandræðin standi í sambandi við flutninginn en ég er líka búin að fá tvo pósta frá þeim þar sem því er haldið fram að hvað sem minni reynslu og annarra líði sé Launkofinn opinn og ritstjórnarsíðan virk. Þar hafið þið það, þið sem kvartið, þetta er bara eitthvert rugl í ykkur og þið getið gert ráð fyrir að vera vitleysingar áfram þar til vodafone léttir af ykkur álögunum.

Nornabúðarsíðan ætti á næstunni að flytja þann sem opnar hana beint yfir á norn.is en það er nýja lénið mitt.

Best er að deila með því að afrita slóðina