Skemmtileg heimsókn – eða ekki

býr í sveit. Pósturinn labbar beint inn ef hann er með eitthvað sem kemst ekki í póstkassann.

Posted by Eva Hauksdottir on 10. febrúar 2010

Íbúðin mín í Bovrup er þannig skipulögð að klósettið er inn af forstofunni. Í dag sat ég á postulíninu, og hafði ekki lokað almennilega að mér. Heyrði í póstinum fyrir utan, allt í lagi með það. Nema hvað – hann var með pakka sem komst ekki í póstkassann og í stað þess að hringja bjöllunni opnaði hann bara og setti pakkann inn. Það var ekki svo vel opið að ég gæti horfst í augu við hann á meðan ég skeindi mig en næst loka ég almennilega að mér. Eða læsi útidyrahurðinni.

Best er að deila með því að afrita slóðina