Uppáhalds lykt? (FB leikur)

Angan af regnvotum jarðvegi
ösp að vori.
Lyktin af nýslegnu grasi,
lyngmói í ágúst,
kaffi á hrollköldum morgni
kjötsúpa að kvöldi.
Þroskaðir ávextir,
ilmur af ungum manni.

Lykt skiptir mig máli. Þegar ég er ástfangin ræni ég óhreinum bol af viðkomandi fávita, til að sofa með þegar ég er ekki hjá honum. 

 

Best er að deila með því að afrita slóðina