Bílnúmer náðist

Ég þakka öllum þeim sem hafa haft samband við mig til að lýsa samstöðu, mér þykir vænt um það.

Ég vil biðja þá sem fordæma þennan verknað samt að fara varlega með orð. Þetta var ekki ofbeldisverk, heldur skemmdarverk, sem er allt annað. Það er allt í lagi með mig. Það er ömurlegt fyrir fólkið sem býr í húsinu að hafa vaknað við rúðubrot tvær nætur í röð og en ég er virkilega heppin, því þetta bitnar svosem ekki á mér að neinu öðru leyti en því að ég þurfti að sópa upp glerbrotum. Ekki einn hlutur skemmdist, nema rúðurnar, og tryggingarnar borga þær. Samt voru postulínsbollar og glerstaup í gluggunum svo það verður varla skýrt með öðru en göldrum að ekkert skyldi brotna.

Nágrönnum mínum sem tvær nætur í röð hafa staðið í því að kalla út lögreglu og bíða svo eftir að ég kæmi á staðinn, kann ég bestu þakkir og ekki síður þeim sem tók niður bílnúmerið.

Ég tel ekkert vafamál að þessi rúðubrot eigi að fela í sér skilaboð til mín um að hætta að rífa kjaft og/eða taka þátt í róttækum mótmælaaðgerðum. Það er greinilega ekki hægt að ganga að því sem vísu að allir skilji muninn á því að halda uppi andófi gegn stjórnvöldum sem fyrir utan það að hafa haldið uppi efnahagsstefnu sem hefur leitt okkur í stærsta bankahrun sögunnar, eru svo gerspillt að þau sjá ekki ástæðu til að víkja, og að ráðast á fólk sem hefur ekkert vald og hefur ekki stefnt neinum í gjaldþrot. Ég kann þeim sem standa fyrir þessu þó góðar þakkir fyrir, því þetta varð til þess að margir minna vina og ættingja hafa skyndilega áttað sig á skynseminni í því að hylja andlit sitt við mótmælaaðgerðir.

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Bílnúmer náðist

 1. —————————————————————————–

  Ég harma þessar aðgerðir og er hálfpartinn sleginn og að sjálfsögðu fordæmi ég þennan verknað, rétt eins og ég gagnríndi þig á sínum tíma.  Mér finnst þetta virkilega sorglegt og eins og ég hef áður sagt þá finnst mér dálítið “ Skary“hvernig hlutirnir eru að þróast og er það mín tilfinning á því að þetta sé aðeins upphaf á einhverju verra.

  Gúttóslagurinn er þá bara babystöff. Ég vona að þér gangi sem best og sökudólgannir náist.

  Gleðilegt ár.

  Brynjar Jóhannsson, 2.1.2009 kl. 18:56

  —————————————————————————–

  Sæl Eva

  Ég gæti best trúað að þeir sem voru í bílnum hafi bara horft á og ekki hvatt ofbeldismennina til að brjóta rúður í búðinni þinni. Síðan hafa þeir kannski skutlað þeim heim en þeir þekkja þá ábyggilega ekki.

  En svo ég tali í alvöru og hætti að beita þeim rökum sem þú beitir þá hef ég megnustu óbeit á ÖLLU ofbeldi hvaða nafni sem það nefnist.

  Kveðja Pétur

  Pétur (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 18:58

  —————————————————————————–

  Orðið ofbeldi er misnotað í umræðunni. Rúðubrotin hjá þér eru það alvarlegasta sem hefur gerst fram að þessu vegna þess að þau eru ofsóknir á hendur einstaklingi sem ekki er í valdastöðu.

  Þeir sem standa að þessu eru í okkar félagslega umhverfi málssvarar og skósveinar valdaaflanna. Aumir einstaklingar….

  Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.1.2009 kl. 19:31

  —————————————————————————–

  Kristalnóttin fól eingöngu í sér skemmdarverk en hún var fyrirboði annars og meira.
   
  Sigurður Þórðarson, 2.1.2009 kl. 19:46
  —————————————————————————–
   

  varast skulu velja stríð
  varga krukkur fylltar
  á þá leggjum norna níð
  náist pörupiltar

  Kristján Logason, 2.1.2009 kl. 19:48

  —————————————————————————–

  Það er ekkert nýtt að skríllin sem dýrkar valdið, valdi spjöllum. Á árum hernaðarandstæðinga, Víet Nam og fl. var það nánast daglegt brauð að brotnar voru rúður hjá okkur í Fylkingunni, fyrst á Tjarnargötu 20, þar sem ég aðstoðaði húshaldarann við rúðuskipti oftar en ekki og síðan þegar við fluttum á Laugaveg 53. Brugðið var á það ráð að birgja stærstu glugga með hlerum, en alltaf var hægt að finna  rúðu til að brjóta. Ekki minnist ég að þetta hafi verið áhyggjuefni lögreglu þess tíma. Eitt man ég þó að tryggingarfélögin hlógu af okkur þegar við báðum um glertryggingu.
   
  Rúnar Sveinbjörnsson, 2.1.2009 kl. 20:05
   
  —————————————————————————–
   

  Sagðir þú ekki í fyrri færslu að þér þætti persónulega allt í lagi að búnaður og eigur 365 miðla væri skemmdur og eyðilagður. Er þetta þá nokkuð mál

  Það er ekki okkur að skapi sem eigum lögleg viðskipti við 365 miðla að hópur hugleysingja sem fer grímuklæddir um stræti og torg með spjöllum og ofbeldi, verði þess valdandi að gjald okkar til 365 miðla hækki til að mæta tjóni af þeirra völdum.

  Þetta er EKKI rétta leiðin til að taka á því sem komið er

  Sigurbrandur Jakobsson, 2.1.2009 kl. 21:15

  —————————————————————————–

  Ég fordæmi verknað sem þennan, þó svo að ég sjái ekki muninn á því að mótmæla afstöðu þinni í sambandi við mótmælin og því að mótmælendur brjóti rúður annarra og slasi mann og annan.

  Ofbeldi (og þetta er ekkert annað en ofbeldi) á engan rétt á sér. En þeir sem hafa farið mikinn í sambandi við mótmæli, og þar á meðal þú Eva, segja það réttlætanlegt að brjóta rúður annarra svo framarlega að verið sé að mótmæla þeim. Málin verða ekki leyst með ofbeldi heldur orðum.

  Með óskum um gleðilegt ár.
  Kv. Aðalsteinn

  Aðalsteinn Baldursson, 2.1.2009 kl. 21:59

  —————————————————————————–

  Leitt að þú hafir orðið fyrir þessum skemmdarverkum.  Færð þó tjónið bætt og í framhaldi betra útsýni inní/útum búðina fyrir þig og viðskiptavini 

  Það er þó kominn meiri skilningur, eins og þú komst aðeins inná, hvers vegna einstaka aðilar hylja andlit í mótmælunum.  Að það sé ekki einhver heigulskapur heldur ótti um árásir og/eða skemmdarverk frá einhverjum siðvilltum sem eru á andverðri skoðun.

  Ignito, 2.1.2009 kl. 22:07

  —————————————————————————–

  Þessi líður hræðist ekki að vera ógnað að því það mótmælir friðsamlega??

  nei þessi líður felur sig á bak við grímur að því það er klárt í glundroða og vitleysu.

  Svo finnst þeim þetta eflaust flott eftir að hafa séð þetta í fréttum utan úr heimi.

  Að brjóta hjá þér rúðu hjá þér kona var óafsakanlegt en þið byrjuðuð gegn vilja þjóðarinnar að hleypa mótmælunum í vitleysu og þá getur svona vitleysa endað með svona ósköpum og mig grunar að hluta af ykkar hóp þrái að það fari svoleiðis.

  Reynið að haga ykkur þá fáið þið fólkið aftur með ykkur finnið flott fólk til að stofna flokk sem kanski einhver vill kjósa þá gætuð þið haft eitthvað að segja en ekki svona Það get ég lofað ykkur.

  Óskar (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 22:46

  —————————————————————————–

  Hakt upp bardaganumm gegn kommaógeðunum í sus og heinmdalli sem áttu heima í sovet ríkjunum, Ronald regan mundi hræka á kommana í sus og d listanum
   
  Alexander Kristófer Gústafsson, 2.1.2009 kl. 22:51
   
  —————————————————————————–
   

  haltu upp bardaganumm gegn kommaógeðunum í sus og heinmdalli sem áttu heima í sovet ríkjunum, Ronald regan mundi hræka á kommana í sus og d listanum.

  D listinn,frjálshyggufélagið sus og heimdallur eru kommunistar sem eru áttaviltir.

  Alexander Kristófer Gústafsson, 2.1.2009 kl. 22:53

  —————————————————————————–

  Voðalegir kjánar eru þetta.

  Þeir þekkja þig greinilega ekki baun. Ég hefði getað sagt þeim að þú mundir eflast og styrkjast við svona lagað.

  Mér finnst ekki rétt að brjóta rúður. Bara persónulegt álit hjá mér. Ef ég hinsvegar væri að fara í bankann minn eða ætti erindi niður í sendiráð eða eitthvað álíka og mér yrði bara meinaður aðgangur þá yrði ég ofboðslega fúl, ég verð yfirleitt svakalega fúl þegar mér finnst troðið á lífi mínu og rétti. Þannig líður vafalaust mörgum á íslandi núna. Fólk sem er ekki alveg til í að kyngja því að komandi kynslóðir = börnin okkar fædd og ófædd, þurfi að erfa skuldir óskylda einstaklinga. Afhverju ætti almenningur (Skríllinn) að sætta sig við það??? Af hverju sér fólk ekki að það þarf að grípa inn í svo sukkið og svínaríið haldi ekki endalaust áfram. Hættið að láta eins og strútar.  Rífið hausinn á ykkur upp úr sandinum og mótmælið, með friðsamlegum hávaða. Og ekki rífa hvort annað niður með orðum og óþverra.

  Hulla Dan, 2.1.2009 kl. 22:56

  —————————————————————————–

  Skemmdarverk eru alltaf slæm, hver sem fremur þau.  
  Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.1.2009 kl. 23:27
   
  —————————————————————————–
   
   

  Sigurbrandur hættu bara að skipta við 365 miðla. Þá þarftu ekkert að borga. Ég ætla að gera það og hvet aðra til þess sama.
   
  Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.1.2009 kl. 02:05
   
  —————————————————————————–
   
   

  Hei!  Hvadda mar er edda ekk allt í læ?
   
   
  Herkules (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 03:21
   
  —————————————————————————–
   
   

   
  Jú drullusokkarnir laga þett mar.
   
  Salka (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 03:24
   
  —————————————————————————–
   
   

  Sæl Eva.

  Það er ekkert sem réttlætir þessar persónulegu aðför að þér ,ALLS EKKERT og skömm sé þeim sem gerir. 

  Kveðja

  Þórarinn Þ Gíslason, 3.1.2009 kl. 05:29

  —————————————————————————–

  Bestu kveðjur til þín Eva fyrir þor kjark og hugreki, – og fyrir að kunna að skilgreina línurnar.

  Það er ekki spurning að þessir atburðir munu fjölga þeim sem hylja andlit sín bæði af táknrænum stuðningi og af praktískum ástæðum.

  Helgi Jóhann Hauksson, 3.1.2009 kl. 06:29

  —————————————————————————–

  Eva, í hverja hringdir þú þegar rúðurnar þínar voru brotnar? Smá kaldhæðni, er þaggi?
   
  Arngrímur (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 06:54
   
  —————————————————————————–
   

  Hér eru nokkrir sem skilja ekki að lögreglan á að vera hlutlaus. Þeir eiga örugglega eftir að standa sig ljómandi vel í að góma þá sem brutu rúðurnar, þótt þeir eigi aldrei eftir að ná þeim 🙂

  Til þeirra sem finnst hér koma vel á vondan: Gerið þið ykkur ENGA grein fyrir því að Eva og liðið sem er að mótmæla á þennan hátt er eina fólkið sem er virkt í að gæta að rétti ykkar, og ótvírætt ekki handbendi þeirra afla sem komu þjóðinni á kné? Slík skammsýni gefur orðinu hálfvitar nýja vídd. Skemmdarverkum sem þessum er ætlað að hræða einstaklinga frá, og ef auðna lofar þá mun þetta hafa öfug áhrif.

  Rúnar Þór Þórarinsson, 3.1.2009 kl. 09:06

  —————————————————————————–

  Arngrímur.

  Í báðum tilvikum hringdu nágrannar fyrst í lögregluna og svo í mig. Ég hefði að sjálfsögðu hringt í lögregluna vegna þess að til þess að húseigandinn fái tjónið bætt, þarf lögregluskýrsla að liggja fyrir.

  Ég hefði hinsvegar ekki hringt í lögregluna ef það væri ekki vegna slíkst formsatriðis. Þar með er ég ekki að segja að það séu ekki rétt viðbrögð að hafa samband við lögreglu ef einhver angar mann eða ógnar friðhelgi heimilis. Ég myndi ekki gera það sjálf og dettur t.d. ekki í hug að tilkynna þeim um hótanir og þess háttar bögg sem ég hef ekki farið varhluta af, vegna þess einfaldlega að ég treysti lögreglunni ekki lengur.

  Þegar maður stendur mikið í því að berjast gegn valdastofnunum og fyrirtækjum, áttar maður sig smámsaman á því að megintilgangur lögreglunnar er ekki sá að vernda óbreytta borgara, heldur að tryggja völd fámennra hópa.

  Bara þetta fremur ómerkilega rúðubrotsmál felur í sér lítið dæmi um afstöðu lögreglunnar.  Seinni nóttina ók einn af mínum aðstandendum mér niður á Vesturgötu og var mjög brugðið við að sjá að sömu aðilar höfðu verið á ferð. Hún spurði lögregluna hvort mætti ekki skoða eftirlitsmyndavélar sendiráðanna í nágrenninu til að hafa upp á þeim. Löggan hnussaði eitthvað um að það væri nú varla hægt að fara fram á slíkt út af rúðubroti. Hún benti manninum á að þetta væri ekki handahófskennt rúðubrot einhvers fylllirafts sem hefði gegnið hjá, þar sem verkfærin sem notuð voru liggja ekki af tilviljun á götunni og hvort þeir ætluðu bara að bíða með að gera eitthvað í málinu þar til yrði ráðist á mig. Hún fékk ekki einu sinni svar. Ég þarf ekkert á lögreglunni að halda þótt einhver angri mig, ég hef alltaf getað passað mig sjálf. Mér finnst hinsvegar ólíklegt að einhver ráðherranna eða bankaráðsmanna hefði fengið þessa afgreiðslu.

  Rétt eftir að löggan var farin ók bílinn sem nágranninn hafði séð rúðubrotsmenn fara inn í á nýársnótt fram hjá. Nágrannakona mín hringdi í lögguna og lét vita af því að þeir væru þarna á ferðinni. Ég hringdi svo í gær og spurði hvort þeir hefðu fundið þá. Sá sem varð fyrir svörum sagði að þeir væru með bílnúmerið og að málið væri ‘í vinnslu’. Þá var ég löngu búin að finna ýmsar upplýsingar um eiganda bílsins sjálf. Ég skil ekki alveg hversvegna þarf vinnsluferli til að hafa samband við eiganda og spyrja hverjir hafi notað bílinn undanfarnar 2 nætur en velti því fyrir mér hvort vinnsluferlið hefði kannski farið í gang strax ef þetta hefði verið stórfyrirtæki.

  Eva Hauksdóttir, 3.1.2009 kl. 11:33

  —————————————————————————–

  Hver er munurinn á því þegar þú og þínir brjóta rúður og þegar brotnar eru rúður hjá þér? Þó svo að ég fordæmi hvers kyns skemmdarverk (bæði þín og þessara trúða sem skemma þínar eigur), þá eruð þið bæði að mótmæla, en hvernig færðu þá út að það sé í lagi fyrir þig að stunda skemmdarverk á eigum annara, en aðrir mega ekki stunda skemmdarverk á þínum eigum?

  Sér er nú hver jöfnuðurinn sem þið boðið, ykkur leyfist ýmislegt í nafni málstaðarins, en aðrir mega ekki sömu hluti. Kannast einhver við „að vera í hrópandi mótsögn við sjálfan sig“?

  Þið terroriserið borgarbúa með grímur fyrir andliti; nafnlaust og í dulargervi, en verðið svo brjáluð þegar nafnlausir aðilar (líkt og ég) kommentið um slíkt á blogginu. Reyndar ekki þú, Eva, þú ert merkilega samkvæm sjálfri þér í þessu öllu, miðað við kjánana sem skrifa á síðuna þína. Kannast einhver við „að vera í hrópandi mótsögn við sjálfan sig“?

  Þið kinnbeinsbrjótið lögreglumann og grýtið manndrápstólum inn í þvögu fólks og viðurkennið enga ábyrgð á þeim verknaði. En samt krefjist þið að aðrir axli ábyrgð á því sem þið teljið vera mistök og klúður. Kannast einhver við „að vera í hrópandi mótsögn við sjálfan sig“?

  Þessi skríll sem veður uppi með ofbeldi og skemmdarverkum axlar enga ábyrgð á eigin gjörðum, fordæmir þegar hann sjálfur verður fyrir barðinu á þeim aðferðum sem hann sjálfur beitir, og trompast þegar aðgerðir þeirra eru gagnrýndar.

  Það sem skríllinn vill er fótumtroðið lýðræði, mismunandi reglur fyrir mismunandi hópa, ójöfnuð, og almennan anarkisma. Það er nú alveg vert að berjast fyrir því að þið fáið ekki vilja ykkar framgengt, ef fólk á annað borð vill að á Íslandi verði lífvænlegt til framtíðar.

  En mikið vona ég að þessi skríll sem gengur um brjótandi rúður, og í dulargervi í ofanálag, verði tekinn og látinn axla ábyrgð. Og gildir þá einu hver „málstaður“ þeirra aumingja er og hvar svo sem brotnar eru rúðurnar.

  Liberal, 3.1.2009 kl. 12:04

  —————————————————————————–

  EVA mín gangi þér vell bestu kveðjur kv óli
   
  Ólafur Th Skúlason, 3.1.2009 kl. 12:06
   
   
  —————————————————————————–
   
   

   First they ignore you.
  Then the ridicule you.
  Then they fight you.
  Then you win.

  Gandhi

  Ég hef akkúrat ENGAR áhyggjur af því að svona lúðar hræði þig til hlýðni. En ég ætla að vona að þú sleppir við svona í framtíðinni.

  Heiða B. Heiðars, 3.1.2009 kl. 12:12

  —————————————————————————–

  Liberal. Ég hef svarað þessu með nýrri færslu. Mig rámar reyndar í að hafa reynt að útskýra þetta fyrir þér áður svo ég bið þig að lesa allavega þrisvar yfir áður en þú spyrð sömu spurninganna einu sinni enn.

  VIÐ kinnbeinsbrutum engan. Ég hef aldrei kastað grjóti í lifandi verur og styð ekki slíkar aðgerðir. Ég get því miður ekki komið í veg fyrir að aðrir kasti grjóti. Ég get heldur ekki komið í veg fyrir að einhver verði sér úti um haglabyssu og skjóti einhvern. Allt getur gerst og það er ekki í mínu valdi að hafa stjórn á því.

  Eva Hauksdóttir, 3.1.2009 kl. 12:51

  —————————————————————————–

  Hef nú þegar sent inn athugasemd til ráðamanna bloggsins varðandi þá sem skrifa hér „enn“ athugasemdir undir fölsku nafni.
  Alltumvefjandi samstöðukveðjur til þín, Eva.

  Ingibjörg SoS, 3.1.2009 kl. 13:21

  —————————————————————————–

  Við sendum þér góðan hug min Kæra.
   
  Bara Steini, 3.1.2009 kl. 13:39
   
   
  —————————————————————-
   
   
  Gleðilegt ár,

  Þeim sem hneykslast yfir mótmælum og smáskaða í rúðubrotum bendi ég á http://jonas.is

  Hann segir þjóðina heimska, enda hafa flokkarnir tveir í ríkisstjórn nú yfir 50% fylgi eftir þessar hörmungar.  Kannski fólk ætti að forðast flúor og aspartam?

  http://www.liveleak.com/view?i=a96_1213814879

  Gullvagninn (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 14:51

  —————————————————————————–

  Ég hef ekki farið fram á neina vorkunnsemi. Hinsvegar er rétt að menn séu meðvitaðir um það að upp eru að rísa menn sem ganga um og ógna fólki sem hefur sig í frammi í mótmælaaðgerðum og viðrar óþægilegar skoðanir opinberlega. Mbl myndbandið af Klemenssonum og þessi rúðubrot í Nornabúðinni, auk nokkurra tilvika þar sem óþekktir menn hafa reynt að snapa fæting við aðgerðasinna úti á götu, gefa tóninn um að vitleysingar séu að færa sig frá nafnlausum hótunarpósti og yfir í beinar árásir.

  Þetta er bara staðreynd og við þurfum fljótlega að taka afstöðu til þess hvernig við ætlum að bregðast við.

  Eva Hauksdóttir, 3.1.2009 kl. 16:37

  —————————————————————————–

  Ingibjörg sem kennir sig við báða foreldra – það er ekkert sem bannar einum eða neinum að skrifa blogg undir hvaða nafni sem þeir svo kjósa (nema um auðkennisstuld sé að ræða). Það eru einungis höft á því að blogga við fréttir undir nafnleynd.

  Þér sem er svo umhugað um að allir komi fram undir nafni, má þá ekki reikna með því að þú fordæmir þá mótmælendur sem ganga fram með ofbeldi og fela sig á bak við skíðagrímur og lambhúshettur? Eða er það bara ekki sami hluturinn?

  Liberal, 3.1.2009 kl. 16:55

  —————————————————————————–

  Ég á voðalega erfitt með að sjá munin á því að eyðilegja eigur, almennings, auðmanna, fyrirtælkja eða einstaklinga sem maður er ósáttur við, eða að brjóta rúðu í búð hjá norn sem einhver er ósáttur við.

  Ég held að mótmælendur átti sig ekki á því að þeir eru búnir að vera senda út þau skilaboð að eyðilegging á eigum fólks séu viðurkenndar aðferðir til að láta óánægju sína í ljós. Sjálfum finnst mér þetta merki um hnignandi samfélag og var það ekki á uppleið.

  Mér finnst ég skynja það á viðbörgðum Evu að það sé akkúrat svoleiðis samfélag sem henni langi í. Get ekki séð á þessu bloggi eða svörum hennar að henni sé mjög brugðið. Veit ekki hvort það sé til að sýnast cool eða afþví að henni finnst að fólk eigi að leysa sín mál með þessum hætti.

  Bjöggi (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 18:24

  —————————————————————————–

  Það eru fleiri brotnar rúður hjá Evu en öll mótmælin með þúsundum mótmælenda í hvert sinn vegna hruns Íslands og óhæfra stjórnvalda hafa kostað fram til þessa – það sýnir best hve agaðir mótmælendur eru fram til þessa og með sínar línur á hreinu. – Ég óttast að viðbrögð lögreglu, ISG og Stöðvar2 geri mótmælendum erfiðara um vik að hafa línurnar og mörkin skýr.

  – Hér eru brotnar fleiri rúður en þúsundir mótmælenda hafa asnast til allar þessar 13 vikur – lögregla, fjölmiðlar og stjórnvöld ættu fremur að nota atburði áramótanna til að sýna fólki það en að mála mótmælendur þeim litum sem þeir hafa kosið.

  Helgi Jóhann Hauksson, 3.1.2009 kl. 18:29

  —————————————————————————–

  Mér er ekki brugðið af því að ég þekki eðli og innræti vitleysinga og veit við hverju má búast af þeim. Svo veit ég líka alveg hvernig ég ætla að bregðast við þeim og þegar maður er viðbúinn er auðvelt að halda ró sinni.

  Ef þú skilur enn ekki muninn á því að ráðast á valdastofnun og valdlausan einstakling eftir lestur þessa aulahelda pistils, þá get ég líklega ekki hjálpað þér.

  Eva Hauksdóttir, 3.1.2009 kl. 18:31

  —————————————————————————–

  Það má semsagt skemma eigur Jóns Ásgeirs en ekki þínar af þvi að Jón Ásgeir er svo valdamikill.

  Mér finnst sorglegt að fólk geti gert greinamun á ofbeldi eða skemmdarverkum eftir því hverju eða hverju því er beitt, ofbeldi og skemmdarverk eru alltaf jafn slæm í mínum huga, sama hverjum það er beitt gegn.

  Mér finnst líka sorglegt að fólk sé ekki að átta sig á því að með aðgerðum eins og þú Eva ert að standa fyrir ertu að færa samfélagslega standarta á lægra plan þar sem ofbeldi og eyðilegging eru ásættanlegar leiðir fólks til að koma skoðunum og ætlunarverkum sínum í framkvæmd. Ég man ekki eftir jafn mikilli hnignun siðferðislegra gilda í Evrópu síðan Hitler náði völdum í Þýskalandi á sínum tíma.

  Svo gæti líka verið að þetta sé akkúrat það sem þú vilt, að það sé ráðist gegn þér. Það er góð leið til að afla sér fylgis, þar sem fólk fer að sjá þig sem fórnarlamb en ekki geranda. Því grunar mig sterklega, enda þekkt bragð hjá erlendum aðilum sem stunda borgaralega óhlýðni, að ráðast gegn sjálfum sér í þeim tilgangi að fólk fari að vorkenna þeim. Ætli það sé ekki langlíklegast að einhver vinur sonar þíns hafi hent grjótinu í þeim tilgangi að afla þér fylgis.

  Þetta gæti líka verið góð leið hjá þér til að skapa spennu milli stríðandi fylknga og þeim lysti saman, svona hálfgerð borgarastyrjöld, en er það ekki það sem þig dreymir um, algert niðurbrot íslensk samfélags þar sem ríkir styrjöld. Það hljómar allaveganna aktivista, anarkista og nornalega.

  Lögreglan í Evrópu hefur verið dugleg við að uppræta ofbeldishópa eins og aktivistahópinn þinn, núna ætla ég að vona að lögreglan á Íslandi sendi eftir nokkrum óeyrðalögreglumönnum frá Evrópu svo það sé hægt að kenna þeim íslensku hvernig eigi að taka á ykkur.

  Bjöggi (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 19:02

  —————————————————————————–

  ‘Það má semsagt skemma eigur Jóns Ásgeirs en ekki þínar af þvi að Jón Ásgeir er svo valdamikill.’

  Nei ekki af því að hann er svo valdamikill heldur af því að hann hefur mjög mikil völd sem hann misnotar og ætlar ekki að afsala sér af sjálfsdáðum. Jón Ásgeir er löglegur glæpamaður. Lög ná ekki yfir hann og eina leiðin til að ná fram réttlæti er sú að óbreyttir borgarar taki lögin í sínar hendur. Í þessu tilviki var aðgerðinni reyndar beint gegn froðusnakki alþingismanna en hafi Jón Ásgeir orðið fyrir tjóni þá er það fínn bónus.

  Ég veit ekki alveg hvað á að segja við mann sem sér ekki mun á því að ráðast á dauða hluti og að beita manneskjur ofbeldi. Þetta er líklega verkefni fyrir fagmann (er til eitthvað sem heitir siðferðisþroskaþjálfi?) og verður ekki leyst í gegnum blogg.

  Getgátur um að ég sé að ráðast gegn sjálfri mér eru ekki svaraverðar og heldur ekki bullið um að ég vilji að fylkingum ljósti saman en ég vil þó svara hugmyndinni um að þetta verði til þess að afla mér fylgis.

  Ég veit að sumir eiga erfitt með að átta sig á því, en aktivistahreyfingin er ekki stjórnmálaflokkur. Við erum ekki að reyna að afla okkur fjöldafylgis. Hlutverk aktivista er ekki að mynda breiðfylkingu, heldur að vera á jaðrinum í pólitík, segja það sem aðrir láta sér nægja að hugsa og gera það sem aðrir láta nægja að tala um. Aktivistar verða alltaf umdeildur minnihlutahópur, það liggur í eðli starfsins og við viljum aðeins vinna með fáum einstaklingum sem búa yfir ákveðnum eiginleikum. Mikill fjöldi guðjóna sem halda varla saur af hræðslu við almenningsálitið, yrði aðeins fyrir okkur en á hinsvegar vel heima á miðstýrðum laugardagsfundum Austurvelli.

  Já ég vona að þeir spanderi pening í að fá óeirðalöggur frá Evrópu. Við höfum nú í 4 ár notið góðs af sjálfboðastarfi aktivistahreyfinganna sem umrædd óeirðarlögga hefur ekki náð að drepa niður svo það yrði eingöngu til að veikja lögregluna að sóa fé í slíka vitleysu.

  Eva Hauksdóttir, 3.1.2009 kl. 19:53

  —————————————————————————–

  Guð hjálpi Íslandi ef óbreyttir borgara eins og þú ætla að fara taka lögin í sínar hendur. Hver skipaði ykkur dómara? Ég ætla að vona að þetta verði ekki framtíðin á Íslandi, að hvert skipti sem eitthverjum finnst eitthvað að, að þá taki hann lögin í sínar hendur.

  Svo á meðan hlutirnir sem Jón Ásgeir er að gera eru löglegir samkævmt lögum að þá er hann ekki glæpamaður og á að vera verndaður gagnvart skríl eins og ykkur. EF þið eruð óánægð að þá eru til viðurkenndar leiðir til að ná fram breytingum, sumar mjög hægfara, en þetta eru leiðirnar sem samfélagið hefur samþykkt, þær fela ekki í sér ofbeldi eða skemmdarverk, og þær virka. Samfélagið er ekki að samþykkja þínar aðgerðir og aðferðafræði, viltu gera okkur hinum sem erum að reyna að gera eitthvað að viti, að halda þér heima og halda trantinum á þér saman. Hópurinn sem mótmælir á Austurvelli hvern laugardag er t.d. á móti þessum aðgerðum ykkar og aðferðafræði, þeim finnst þið vera að eyðileggja fyrir sér.

  Það er ekki nóg að við séum að fara í gegnum bankakrepu, stjórnmálakreppu, siðferðiskreppu í viðskiptum og pólitík heldur er almenningur eins og þú líka að fara í gegnum ákveðna siðferðiskreppu þar sem fólki finnst í lagi að taka lögin í sínar hendur. Ísland er á leiðinni til fjandans og þú leggur þar hönd á plóg í niðurrifi Íslands!

  Bjöggi (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 21:17

  —————————————————————————–

  Baráttukveðjur til þín Eva. Ef þú hefur náð bílnúmerinu getur þú hringt í Skráningastofu og fundið eigandann.
   
  Sólveig Þóra Jónsdóttir, 3.1.2009 kl. 23:40
   
   
  —————————————————————————–
   
   

  Nei Bjöggi, ég mun ekki sitja heima og halda kjafti. Þú veist greinilega ekkert um sögu mannkyns ef þú heldur að breytingar sem skipta máli hafi almennt verið gerðar með löglegum og viðurkenndum leiðum.

  Sólveig, takk fyrir góðar kveðjur. Ég er löngu komin með nafn eigandans og ýmsar aðrar upplýsingar en ég ákvað að bíða fram yfir helgi athuga hvort löggan gerir eitthvað í málinu áður en ég geri eitthvað sjálf. Um að gera að láta þá vinna fyrir laununum sínum.

  Eva Hauksdóttir, 3.1.2009 kl. 23:45

  —————————————————————————–

  Og ef löggan gerir ekkert, ætlar þú þá að lúskra á liðinu sjálf?
   
  Bjöggi (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 00:26
   
  —————————————————————————–
   

  Er þetta spurning um að fólk haldi að það sé rétt að fórna rúðu fyrir hurð?
   
  Kristinn Svanur Jónsson, 4.1.2009 kl. 02:39
   
  —————————————————————————–
   

  Lúskra á liðinu? Ertu ekki í lagi?
   
  Eva Hauksdóttir, 4.1.2009 kl. 12:28
   
  —————————————————————————–
   

  „Mamma,  mamma, þarna er engill !“, hrópaði rottunginn til mömmu sinnar þegar hann sá leðurblöku í fyrsta sinn.
  Það er erfitt að greina á milli engla og rottna á Íslandi í dag.
   
  Ásgeir Rúnar Helgason, 4.1.2009 kl. 14:51
   
  —————————————————————————–
   

  Ef rúða yrði brotin heima hjá Geir Haarde myndi hver einasta lögga á landinu vera kölluð út og allt tiltækt lið hjálparsveinna kallað út í leit að bílnum sem ók sökudólgnum að húsinu. Sama ætti við ef rúða yrði brotin hjá Bjöggunum.

  Þegar rúða er brotinn hjá Evu er málið sett ofan í skúffu.

  Þessi staðreynd er ógnvekjandi og lýsandi fyrir hverslags lögleysa ríkir hér. Hvað kallast þetta? E.t.v. misbeiting á valdi?

  Og hver hefur unnið þjóðinni meiri skaða Eva eða eimitt Geir Haarde eða Bjöggarnir?

  Úrtöluliðið lætur að sjálfsögðu ekki segjast enda þjáist það af banvænni litblindu – sjá allt blátt.

  Þór Jóhannesson, 5.1.2009 kl. 01:05

Lokað er á athugasemdir.