Allt í járnum

Það telst ekki til tíðinda þótt börn fari upp á slysadeild eftir að hafa troðið hnetu upp í nefið á sér eða gleypt eyrnalokk. Af hverju er þetta þá fréttaefni?

Annars rifjar þetta upp fyrir mér söguna af því þegar vinur minn Siggi litli Behernd (sem er ekki lengur lítill) fann handjárn heima hjá sér og fannst upplagt að leika sér að þeim. Það fór einhvernveginn þannig að hann handjárnaði ömmu sína. Daniel var í vinnunni með lyklana í rassvasanum og varð víst hálf kindarlegur þegar kvað við í talstöðinni; Daniel Behrend, Daniel Behrend, vinsamlegast skrepptu heim og losaðu tengdamóður þína úr handjárnunum.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Allt í járnum

Lokað er á athugasemdir.