Ímyndun?

Mig hlýtur að hafa dreymt almannavarnahávaðann. Kannski hef ég heyrt í sjúkrabíl og skynjunin brenglast svona í svefnrofunum. Ég á mjög erfitt með að kyngja því að mér skjátlist svona hrapalega. Ég var svo viss um þetta að ég fór fram og kveikti á sjónvarpinu. Fannst ég heyra í flugvélum líka og datt helst í hug loftárás. Átti erfitt með að sofna aftur og rauk strax fram til að hlusta á útvarpið þegar ég vaknaði aftur. Það hlýtur að vera upplifun af þessu tagi sem fær fólk til að trúa því að það hafi séð drauga.

 

One thought on “Ímyndun?

  1. ———————————–

    Undarlegt, þetta hlýtur að vera að ganga. Í síðustu viku hrökk ég upp tvisvar sömu nóttina. Í fyrra skiptið við það hávært íl í stillimynd sjónvarps var að æra mig. Þegar ég var almennilega vöknuð hljóp ég fram í stofu og ætlaði að slökkva á sjónvarpinu… en nei, það var ekki í gangi. Síðar um nóttina var það svo lúðrasveit sem vakti mig. Var ekki til staðar heldur.

    Posted by: Sigga | 3.03.2007 | 12:46:20

Lokað er á athugasemdir.