Til að allt sé á hreinu…

Bara svo það sé á hreinu og allir meðvitaðir um þakklæti mitt og hrifningu, þá var það galdravefarinn Ásta sem setti upp vefsíðuna fínu og fullkomu fyrir Nornabúðina og tók grilljón og eina mynd. Hún hefur sumsé ekki slegið mér örlagavef, heldur Nornabúðarvef ef einhver skyldi hafa misskilið titilinn sem ég gaf henni á tengli, bæði hér og hér.

Það var hinsvegar Anna sem trixaði síðuna þannig að hin tölufatlaða og lagfæringaóða norn gæti grautað í henni án þess að klúðra myndum, letri og fyrirsögnum í hvert sinn, fyrir nú utan það að gera mér fært að blogga án þess að streða við Blogger.

Snorri (hinn vefsíðulausi) tók svo myndirnar (sem eru væntanlegar) af allkonar dóti sem hefur bæst við á síðustu mánuðum.

Hamingja mín með þetta allt saman er takmarkalaus og mun þessa englum líka fólks getið að góðu í ævisögu minni.