Um holdlegt samræði og önnur kynferðismök

Elías hefur lýst yfir áhyggjum sínum af því að sá sem útvegar mér maka gæti átt lögsókn yfir höfði sér. Góður punktur. Best að ég taki fram að ég mun vitanlega alls ekki viðhafa blíðubrögð af nokkru tagi fyrr en kirkjulegt brúðkaup hefur farið fram.

Ég er annars að velta því fyrir mér hvað sé átt við með „önnur kynferðismök“? Það eru þá væntanlega kynferðismök sem eru ekki „holdlegt samræði“ heldur holdlegt eitthvað annað. Eða samræði sem er ekki „holdlegt“. Sumsé andleg mök. Eða hugræn. Þar með ætti að vera góður grundvöllur til að lögsækja hvern þann sem hefur til sölu klámrit og annað efni sem örvar dónaskapinn í fólki.

Hvað nákvæmlega eru annars „kynferðismök“?
-Flokkast votir kossar sem kynferðismök?
-Varakossar? Ég allavega kyssi ekki aðra á varirnar en þá sem ég er skotin í. (Ok, ég ER skotin í þér (og ekkert bara þér) en þú ert nú sennilega löngu búinn að átta þig á því, Auk þess varst það þú sem kysstir mig.)
-Koss á háls?
-Rassastrokur?

Ef maður verður fyrir líkamlegri snertingu og örvast við það, án þess að neinn tilfinningalegur áhugi sé á bak við það, (t.d. ef þegar læknir snertir mann, eingöngu í læknisfræðilegum tilgangi) þá eru það ekki kynferðismök. Það er heldur ekkert kynferðislegt við að fara í nudd en ef nuddarinn er kynþokkafullur og ilmar vel, ég tala nú um ef það er einhver sem manni þykir vænt um, þá er ekkert hyldýpi á milli þess sem er „sensúelt“ (þýðing óskast) og erótískt. Hvar liggja mörkin þar á milli? Hvenær verður vinarfaðmlag erótískt? Þegar annar aðilinn finnur löngun til að ganga lengra? Eða báðir? Eða þegar faðmendurnir ganga lengra? Hversu langt?

Geta „kynferðismök“ verið ómeðvituð? Einhverju sinni svaf ég í sama rúmi og vinur minn. Við höfðum engin áform um holdlegt samræði eða önnur kynferðismök en vöknuðum nú samt í faðmlögum við hormónadrauma sem tengdust allt öðru fólki. Þetta var miklu skyldara því að vakna af martröð en blautum draumi. Við brugðumst við með því að taka nett móðursýkiskast, fara fram og baka pönnukökur, vefja okkur svo hvort inn í sína sæng og snúa saman bökum þegar við fórum aftur að sofa. Voru þetta kynferðismök? Andleg eða holdleg? Nei, segi ég. Við túlkuðum þetta ekki þannig og þar með var þetta ekki þannig.

Eða er það ekki annars málið? Veltur þetta ekki bara á því hvernig maður túlkar það sem hendir mann hverju sinni? Hver kannast ekki við að hafa upplifað erótísk augnablik sem fólu ekki í sér snertingu, eða þá tilfinningu að „afplána“ samfarir eða eitthvað annað holdlegt?

Líklega er best, svona til öryggis að ég gefi út drengskaparloforð um að afhenda hjúskaparmangaranum hundraðkallinn í kyrrþey.

 

Best er að deila með því að afrita slóðina

One thought on “Um holdlegt samræði og önnur kynferðismök

 1. ——————————————-

  Er ekki bara átt við munnmök?

  Posted by: Anonymous | 20.11.2006 | 11:38:44

  ——————————————-

  Þetta er skemmtileg vangavelta en ég held að textinn sé nokkuð auðskilinn.

  Við getum verið sammála um að „holdlegt samræði“ er það þegar kynfæri karls fer inn í kynfæri konu. Hér skiptir svo máli að það stendur „OG ÖNNUR kynferðismök“. Mök þýðir í raun það sama og samræði. Munurinn felst því fyrst og fremst í holdlegt og kynferðislegt. Þar sem það segir „og önnur“ er ljóst að þessi önnur eru af sama toga og „holdlegt samræði“. Ég held að flestir myndu skilja það sem munngælur, runk, brjóstríðingar, endaþarmamök, eða hvað það káf sem framkvæmt er til að valda fullnægingu.

  Posted by: Þorkell | 21.11.2006 | 7:49:35

  ——————————————-

  Samkvæmt því er gagnkvæmt runk ólöglegt ef peningar eru í spiliu. Aftur á móti er ekkert í lögum sem bannar erótísk samskipti sem fela ekki í sér snertingu. Samkvæmt því er t.d. gott og gilt að hagnast á sínu eigin runki og annarra svo framarlega sem hver og einn runkar sjálfum sér en ekki öðrum. Kúnni á klámbúllu ætti þannig að geta fengið aðstöðu til að tutla sig sjálfur á meðan hann horfir á fáklæddar bossalínur dilla sér eða dútla við sig, án þess að löggjafinn geti sagt nokkuð við því.

  Posted by: Eva | 21.11.2006 | 8:43:59

  ——————————————-

  Og ég er enn að hugsa um þetta með kossana, sem hafa miklu dýpri tilfinningaáhrif á mig en nokkur gandreið; flokkast kossar sem mök? Mætti ég opna kossastofu án þess að eiga lögsókn yfir höfði mér?

  Posted by: Eva | 21.11.2006 | 8:47:02

  ——————————————-

  Hehe.

  Ég veit reyndar ekki um klámbúlludæmið. Það er t.d. bannað að koma fyrir gægjugati á hótelherbergjum. Myndi þetta ekki flokkast undir það sama?

  Posted by: Þorkell | 21.11.2006 | 8:49:04

  ——————————————-

  Samkvæmt þessari löggjöf ætti það að vera í lagi. Ég get ekki skilið hana öðruvísi.

  Posted by: Þorkell | 21.11.2006 | 8:51:00

  ——————————————-

  Ok. Ég auglýsi hér með eftir frunsufríum starfskrafti til að vinna á kossastofu.

  Posted by: Eva | 21.11.2006 | 9:13:04

  ——————————————-

  Þó gætir alltaf spurt Clinton 🙂 Hann er frá Arkansas og þar gildir „If it ain’t family,it ain’t sex“

  Posted by: Guðjón Viðar | 27.05.2007 | 21:29:43

Lokað er á athugasemdir.