Ég var orðin töluvert áhyggjufull vegna pöntunar sem ég lagði inn hjá fyrirtæki í Bandaríkjunum þann 11. spetember. Ég greiddi vörurnar með korti og fékk þær upplýsingar að þær ættu að berast mér innan sex vikna. Ekkert hefur ennþá bólað á sendingunni en ég fékk þær skýringar hjá fyrirtækinu, endur fyrir löngu, að sendingin hefði ekki farið af stað fyrr en 10 dögum eftir að ég lagði inn -og greiddi pöntunina. Ekki fást skýringar á hvernig á því standi.
Í morgun hringdi ég svo í póstinn til að athuga hvort þar á bæ væri hægt að fá einhverjar upplýsingar um hvað hefði orðið af sendingunni. Góða konan sagði mér að það tæki minnst átta vikur og gæti tekið allt að tólf vikur að fá vöru afgreidda frá Bandaríkjunum en að fyrirtæki ættu það til að „ljúga bara“ til um afgreiðslutímann.
Ég ætla rétt að vona að sendingin berist fyrir jól. Annars gæti farið svo að eitthvað verði ekki fullkomið og það er náttúrulega óþolandi.
————————————————-
Þetta er nú meira bullið. Það fer algjörlega eftir hvernig varan var send hvað það tekur langan tíma að fá hana til landsins. Ég hef keypt mikið frá Bandaríkjunum og ætti því að vita það. Vandinn er hins vegar að vörurnar eiga það til að stoppa ótrúlega lengi hjá tollinum, sérstaklega á Íslandi.
Posted by: Þorkell | 17.11.2006 | 21:54:12