Siðfræði dagsins

Man ekki hvar ég heyrði þessa sögu …

Einu sinni var lítil, feit mús sem hélt að hún væri fugl. Dag nokkurn var hún að leita sér að æti en það gekk fremur hægt þar sem hún var stöðugt gónandi upp í loftið til að gá hvernig gengi hjá hinum fuglunum. Allt í einu kom hún auga á glæsilegan örn sem sat í makindum hátt uppi í tré og virtist ekki þurfa að gera nokkurn skapaðan hlut.

-Af hverju ert þú ekki að safna æti eins og aðrir fuglar? spurði litla, feita músin.
-Það er vegna þess að ég mig langar það ekki, og ég hef valið að gera nákvæmlega það sem mér bara sýnist, sagði örninn.

Þetta fannst litlu, feitu músinni góð hugmynd. Hún settist niður og þar sat hún lengi dags og gerði nákvæmlega ekkert, eða alveg þar til refur kom aðvífandi og át hana.

Af þessari sögu má læra að til þess að geta leyft sér að sitja á rassinum og gera ekki neitt, þarf maður að vera þokkalega hátt settur. Helst glæsilegur líka.

Best er að deila með því að afrita slóðina