Mammonsmessa

Mammonsmessa er sumsé málið. Þrátt fyrir ömurlega mætingu í kvöld, safnaðist aðeins 180 kr minna en allt síðasta ár.

Að vísu tóku aðeins örfáar hræður þátt í þessum fyrsta galdri sem ég frem í félagi við fleiri en einn.

Að vísu seldust ekki þeir hlutir sem ég vildi losna við (af skiljanlegum ástæðum).

Að vísu vill fyrsti arðlingur Mammons alls ekki láta nafns síns getið, hvað þá að láta hengja mynd af sér á altaristöflu.

Að vísu mætti bubbinn sem ætlaði að smala fjölda vel stæðra sjálfstæðismanna á staðinn, ekki sjá sig, hvað þá söfnuðurinn.

Skítt með það allt saman, hvert örstutt spor er áfangi og arðlingur fundinn.