Fyrirlestur um illskuna

Einhver dýpsta speki bókmenntasögunnar kemur fram í Hafinu.

-Hefurðu einhverntíma vitað mann, sem misnotar ekki aðstöðu sem hann er í aðstöðu til að misnota?

Árni kallinn ku víst vera uppreistur. Hversu margir ætli þeir séu sem hafa vit á því að hylja slóð sína nógu vel til að þurfa ekki á því að halda að vera reistir upp. Hversu margir eru annars í aðstöðu til að misnota aðstöðu sína?

Einu sinni var ég um tíma í aðstöðu sem ég hefði getað misnotað. Ég gerði það ekki. Hversvegna ekki? Ég held að ég sé ekkert heiðarlegri en gengur og gerist. Var ég bara of vitlaus til þess? Of hjátrúarfull? (Ég trúi á endurgjaldslögmálið) Eða var það bara tímaspursmál, hefði ég nýtt mér það ef ég hefði verið í þessari aðstöðu nógu lengi?

Hugsanlega. Ef ég á að vera alveg heiðarleg gangvart sjálfri mér, þá er það hugsanlegt að ég sé jafn spillt og hver annar. Ef ég hefði verið nógu örvæntingarfull. Ef ég tryði ekki á endurgjaldslögmálið. Ef mér hefði verið skítsama um hvernig það kæmi við aðra. Hugsanlega. En ég hefði samt ekki verið nógu vitlaus til að skilja eftir mig sönnunargögn. Kannski er það það sem gerir mig illa.

Best er að deila með því að afrita slóðina