Lífið er saltfiskur

Maðurinn sem kryddar allt með salvíu er að koma í bæinn. Mér skilst á Önnu að hann sé jafn girnilegur og saltfiskurinn sem hann eldar og hún hefur mun heilbrigðari hugmyndir um karlegan þokka en ég.

Sjálf sé ég ekkert nema fermingardrengi. Ég er svo hrifin af fermingardrengjum að ég safna þeim. Ég á fulla skápa af léttsöltuðum fermingardrengjum. Stundum hef ég fermingardreng í matinn.

Það hlýtur að teljast mjög borgaraleg nautn.

Best er að deila með því að afrita slóðina