Kominn heim til mömmu

Byltingin endurheimt. Ferðasagan töluvert frábrugðin útgáfu fjölmiðla og þó hefur mér fundist hlutleysis gætt betur en oft áður.

Hann er sólbrenndur og sárfættur, með vanhirðugöndla í hárinu (ég sendi hann til þín Hlynur, reiknaðu með djúpnæringu og tvöföldum tíma) og hryllilega öryggisnælu í eyranu. En ánægður er hann, hreinlega geislandi og er svona að skoða möguleikann á því að hætta að afneita því að hann sé hippi. Hingað til hefur enginn skilgreint hann sem annað en hippa, nema hann sjálfur.

Get ég farið í þessu í skólann eða er mótmælendalykt af þessu, sagði hann og rétti mér flík. Það var mótmælendalykt af henni. Hjarta mitt er barmafullt af þakklæti yfir því að hafa aðgang að rennandi vatni.

Best er að deila með því að afrita slóðina