-Jæja, það er nú gott að þú ert búin að fyrirgefa, sagði hún og ef ég væri ekki meðvituð um almenna tilhneigingu múgans til að klæmast á orðinu fyrirgefning, hefði ég snappað.
Það hefur EKKERT, nákvæmlega ekkert með fyrirgefningu að gera, þótt maður taki þá heilbrigðu afstöðu að láta tiltekið mál ekki angra sig.
Heilbrigð mannvera lifir ekki í fortíðinni og kvíðir ekki framtíðinni.
Heilbrigður maður veltir sér ekki upp úr því hræðilega sem getur kannski gerst við einhverjar aðstæður. Heilbrigður maður metur framtíðina eingöngu út frá sínu eigin valdi til að hafa áhrif á hana. Hann sér fyrir sér hvað er það versta sem gæti gerst og ef það er ekki ásættanlegt, gerir hann það sem hægt er til að koma í veg fyrir það, hvort sem það er að setja upp reykskynjara, flytja milli heimsálfa eða losa sig við einhverja vampýruna. Svo heldur hann áfram að lifa.
Heilbrigð manneskja tekur ábyrgð á fortíð sinni, bætir fyrir misgjörðir sínar eftir bestu getu og heldur svo áfram. Heilbrigð manneskja krefst réttlætis og virðingar. Ef það nær ekki fram að ganga óskar hún þeim sem braut á henni samviskubits, blankheita, getuleysis, kláðamaurs, bókhaldsóreiðu, alltídrasli ástands á heimilinu, partýsjúkra nágranna, stöðumælasekta og offitu, lokar svo dæminu og snýr sér að uppbyggilegri verkefnum.
Heilbrigð manneskja biður ekki fyrir óvinum sínum eða hjúpar þá hvítu ljósi. Slíkt gera hræsnarar og píslarvættisrunkarar sem halda að það að sætta sig við þá staðreynd að áföll eru hluti af lífinu jafngildi því að sleikja rassgatið á sýkladreifandi klóakrottu.
Og það er sjúkt, rangt og ógeðslegt og þeir sem kjósa það eiga það skilið.