Allt á floti

Hinn afkastakáti ástmögur minn reis upp við dogg, sýnilega undrandi á áhugaleysi mínu á frekari þjónustu og spurði hvort ég hefði nokkurntíma fengið „sprautufullnægingu“.
-Hkvmprhh -og hvað skyldi það nú vera? kurraði ég, sem hafði ekki heyrt þetta orð notað fyrr og datt helst í hug óvarðar samfarir eða þessháttar sóðaskapur.

Hann útskýrði að við ákveðna örvun ætti að sprautast töluvert magn vökva frá konunni, ekki venjulegur raki sem seytlar frá slímhúð, heldur gusa, „nóg til að fylla kaffibolla.“
-Áttu við að þær mígi á sig af unaði? spurði ég og fann ekki hjá mér nokkra hvöt til að „prófa eitthvað nýtt“. Nei, það var víst ekki skýringin, sagði hann, þessi vökvi kæmi frá einhverju allt öðru opi sem væri staðsett inni í leggöngunum. Nákvæmari staðsetningu kunni hann þó ekki skil á.

Orðatiltækið „að verða eins og fáviti“ öðlaðist nýja merkingu í huga mér. Ég sagði honum sem satt var að ég hefði aldrei heyrt um þetta fyrirbæri fyrr, hvað þá uplifað það og krafðist skýringa á uppruna og efnasametningu umrædds vökva. Hann vissi ekki meira um málið. Kvaðst ekki hafa orðið vitni að slíku sjálfur en hefði séð þetta í kvikmynd, -og lýsti um leið einlægum áhuga á að auðga reynslu sína. Ég lýsti mig fullkomlega frábitna þátttöku í slíkri tilraun enda stóð hugur minn ekki til stórþvotta.

Nú spyr ég, fávís konan,
-Er ég svona illa upplýst eða er ekkert getið um þetta í allri þeirri fræðslu sem liggur á glámbekk?
-Hafa elskhugar mínir haldið þessu leyndu eða vita þeir jafn lítið um þetta og ég?
-Kannast lesendur við fyrirbærið og ef svo er;
-hvaðan kemur þessi vökvi og hvað er í honum annað en vatn?
-hvar er þetta dularfulla op staðsett?
-hef ég misst af einhverju eða eru líkur á að þetta höfði jafn lítið til mín og önnur frumlegheit á sviði bólfara og lista?

Best er að deila með því að afrita slóðina