Stefnumót í bígerð

Mér hefur borist kvörtun um að ég skrifi of mikið um umhverfismál og of lítið um karlafar.

Skýringin er líklega sú að umhverfismálin valda mér meira hugarangri en karlmannskrumlur og er það vel.

Auk þess er þetta mín vefbók og ég sjálf sem ræð hvað ég fjalla um hérna :Þ

Annars stendur til að ég hitti óséð eintak af hinu hærðara kyni í dag svo þeir sem lifa sig inn í ástir mínar og örlög geta búið sig undir hefðbundna sápuóperu.

Held ég.

Best er að deila með því að afrita slóðina