Veiðarfæri

Annaðhvort hefur álitlegum karlmönnum í umferð fjölgað með hraði síðustu vikuna eða þá að minn standard hefur lækkað all snarlega.

Í gær hitti ég af tilviljun gamlan félaga sem er ekki fíkill og er viðhengislaus í augnablikinu. Hann fékk símanúmerið mitt.

Í dag mun ég hitta sætan sölumann sem virðist við fyrstu kynni allavega, hafa sæmilega heilbrigð pólitísk viðhorf.

Veðurspáin gerir víst ekki ráð fyrir dónalega stuttu pilsi næstu daga og ekki hef ég enn fundið dindilhífihæla í mínu númeri. Kannski ætti ég í staðinn að ganga með nokkur jarðarber á mér og leika þau lostafullum vörum þegar eintök af hinu hærðara kyni verða á vegi mínum. Þeir ku víst vera svo einfaldir þessar elskur.

Best er að deila með því að afrita slóðina