Heilkennið

Eitthvert undarlegt heilkenni hefur verið áberandi hjá mínu heimilisfólki undanfarið. Það lýsir sér í tómum sjampóflöskum sem stillt er upp á baðkarsbrúninni í stað þess að rata í ruslið, tómum krukkum og smjörvaöskjum sem eru settar í kæliskápinn, en ekki í ruslið eða enduvinnslukassann) og tómum morgunkornspökkum og öðrum umbúðum sem er troðið í yfirfullan þurrefnaskápinn en ekki endurvinnslukassann.

Ég veit ekki hvort þetta ætti frekar að kallast umbúðaheilkenni eða ruslasöfnunarheilkenni en samkvæmt minni reynslu er það ólæknanlegt. Ég hef að vísu ekki reynt þá aðferð að æpa mjög hátt og skella hurðum. Ég bara nenni því ekki. Það eru hvort sem er ekki nema 7-8 ár þar til þeir verða báðir fluttir að heiman.

Best er að deila með því að afrita slóðina