Stofnfundur

Dándikvennafélagið Dindilhosan -hagsmunasamtök aðþrengda og einhleypra glæsikvenda, hélt stofnfund sinn á Vesturgötunni í dag.

Á stofnfundinn mættu eftirtaldar dívur:
Eva

Jamm. Það mætti sumsé engin. Ekki heldur þær sem höfðu staðfest ásetning sinn um að mæta. Ekki heldur sú sem átti hugmyndina að þessum félagsskap.

Það er rangt að dýrmætasti auður hvers manns séu frumlegar hugmyndir. Góð hugmynd er harla lítils virði nema hún sé framkvæmd. Dýrmætasti auður hvers manns er fólginn í sjálfsaga hans til að lyfta skvappokunum upp úr sófanum og gera eitthvað. (Þess ber að geta er hér merkir „að gera eitthvað“ ekki að sitja pöbb og drekka bjór eða fara út að reykja.)

Á stofnfundinum var tekin ein ákvörðun. Ákvörðun um að Dindilhosan myndi hér eftir sem hingað til eyða tíma sínum í fólk sem nennir að gera eitthvað. Semsagt sjálfa sig.

Best er að deila með því að afrita slóðina