Sonur minn er leikskáld

Byltingin hreppti þriðja sætið í örleikritakeppninni. Fjári fínt hjá honum og það í fyrstu tilraun til leikritunar. Ekki hefur neitt eftir mig ratað á leiksvið Þjóðleikhússins, eða nokkurt leiksvið ef út í það er farið.

Ég er óðum að læra trésmíðar. Niðurstaða dagsins er þessi; margar flísar í lófum valda erfileikum við verkfærabeitingu.